Þá verður sumarið gott!

Það má enginn misskilja þessa fyrirsögn. Með henni er átt við að þá verði sumarið vonandi mjög ánægjulegt fyrir Guðna sjálfan. Tuddaskapur og hanaslagur einkennir svo íslensk stjórnmál að Guðni hlýtur eiginlega að vera búinn að fá miklu meira en nóg.

Annars er það auðvitað þungur róður að glíma við alla þá sem eru í borgarstjórn og þykjast aldrei nota bíla. Merkilegt hvernig er hægt að snúa öllu á haus og þrengja og þrengja götur eins og Borgartún þangað til menn flýja á næstu götu og þá er hún þrengd líka eins og nú mun standa til með Sæbrautina.

Gleðilegt sumar Guðni. 


mbl.is Guðni gefur ekki kost á sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta vekur upp tvær spurningar, fyrst þú spurðir:

1. Ætli Sóley Tomm Tomm eigi bíl eða fer hún hjólandi í vinnuna? (Það er örstutt frá Hofsvallagötunni niður í ráðhúsið á reiðhjóli).

2. Hver var þáttur Sóleyjar í hinni heimskulegu eyðileggingu Hofsvallagötunnar? Kom hugmyndin frá henni?

Pétur D. (IP-tala skráð) 24.4.2014 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband