Geta völvur séð fyrir gos?

Ég hef oft velt því fyrir mér þegar völva segir að það verði gos, en hún sé ekki alveg viss um hvar það verði og hvenær. Ég hef aldrei skilið þessa tilfinningu og nánast gert gys að henni.
Svo gerðist það í júní í sumar á bjartasta tíma að það helltist yfir mig þessi ógnvænlega tilfinning að á næstunni yrði gos á langri sprungu hér á landi. Þessi tilfinning var svo sterk að það hvarflaði ekki að mér eitt augnablik að þetta væri ekki rétt. Þekkið þið dæmi um fólk sem hefur fengið slíkt á tilfinninguna og það svo ræst? Veit að margir læknar mundu kalla þetta þráhyggju, en hver veit?

 Eldflóðið steypist ofan hlíð,
undaðar moldir flaka,
logandi standa í langri röð,
ljósin á gígastjaka. 
Hnúkarnir sjálfir hrikta við,
hornsteinar landsins braka,
þegar hin rámu regindjúp,
ræskja sig uppum Laka. 


mbl.is Sá stærsti hingað til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásta María H Jensen

Ég trúi því og dreymdi draum um Bárðarbungu fyrir tveimur dögum sem þú getur séð inná síðunni minn

Í gær24, kl 15 lagði ég mig og dreymdi að það þyrfti að breyta nafninu á Bárðarbungu í eitthvað sem héti _______dyngja. Mér fannst það vera Urðardyngja. Ég skrifaði þetta á facebook til að fá útskýringar á því hvort Urðardyngja væri til. Þá var mér sagt að Urðarháls væri til og svo sagði systir mín jarðfræðingurinn að Dyngjur myndist í löngu gosi þannig að ég vona að þetta verði ekki langt gos. Ég held að það gæti endað í Urðardyngju milli Dyngjuháls og UrðarhálsSmile

Ásta María H Jensen, 26.8.2014 kl. 10:52

2 Smámynd: ÞJÓÐARSÁLIN

Sæl Hekla!

Takk fyrir þetta. Mér finnst satt að segja að sú sem ber þetta fallega og mikla nafn sé kvenna líklegust til að vera berdreymin þegar gos eru annars vegar.

Kærar þakkir. Ég hygg að margir leggi ekki í að segja frá slíkum tilfinningum eða draumum, en gaman væri að heyra frá fleirum.

ÞJÓÐARSÁLIN, 26.8.2014 kl. 12:21

3 Smámynd: Sólbjörg

Eins og Þjóðarsálin segir réttilega er tregt á manni að skrifa reynslu um fyrirboða, auðvelt að segja mann bullara, en læt eftirfarandi flakka til gamans. Árið sem Eyfjafjallajökull gaus, upplifði ég eftir áramótin óháð veðri að mikill hiti væri í landinu og öllu umhverfinu, yfirþyrmandi og sterk tilfinning, eins og hitabylgja lægi í loftinu eða landinu sjálfu, nær áþreifanlegt, sjálfri gat mér þessvegna verið kalt úti en furðaði mig mikið á þessu og ræddi við fjölskyldu og vini. Þetta var viðvarandi tilfinning, fram á vor vissi að sumarið yrði ótrúlega gott veðurfarslega sunnanlands en hitinn og orkan í landinu var einstök upplifun sem ekki tengdist komandi veðurfari og góðu sumri. Varðandi Bárðarbungu finn ég meiri bara órólega orku og enn ekki ljós þróunin. Dreymdi aftur á móti fyrir suðurlandsskjálftanum maí 2008, þá í líki tveggja orustuflugvéla sem komu samtímis með miklum drunum fljúgandi frá fjalli sem sást baksýn, stefndu á húsið, þar sem ég stóð við eldhúsborðið. Leit upp við drunurnar, sá vélarnar rétt fyrir utan og hugsaði í draumnum svona árásir eða atburðir gerast fyrirvaralaust án viðvörunnar og engin veit neitt. Var samt ekki hrædd í draumnum Þegar ég vaknaði vissi ég að þetta hlyti að vera fyrirboði jarðskjálfta því draumurinn var svo skýr og stuttur eins og draumar sem koma fram gjarnan eru. Hugsaði mikið um þennan draum, sat í mér að hann boðaði ekki gott. Það sérstaka var að jarðfræðingar sögðu eftirá að skjálftarnir hefðu komið tveir saman sem var ástæðan að engin stór eftirskjálfti kom eins og venja er. Eftir skjálftann sagði ég við vinkonu mína á Selfossi sem beið eftir eftirskjálftanum og var auðvitað hrædd að það yrði ekkert meira, það sem jarðfræðingar segðu stemmdi alveg við drauminn minn að vélarnar flugu tvær saman því teldi ég það myndi ganga eftir. Kannski eru fleir sem vilja skrifa um fyrirboða.

Sólbjörg, 26.8.2014 kl. 13:05

4 Smámynd: ÞJÓÐARSÁLIN

Þetta finnst mér gott að sjá. Það er allt of lítið um að fólk leggi í að segja manni af reynslu sinni. Í sumar sat ég lengi dags og hlustaði á frænku mína segja frá svæði uppi við Urriðavötn á Ströndum og öðru svæði upp af Hrófbergi þar sem margir hafa orðið gjösamlega máttlausir og enginn veit af hverju. Það er svo ótrúlega margt sem við kunnum lítil skil á.

ÞJÓÐARSÁLIN, 26.8.2014 kl. 14:25

5 Smámynd: ÞJÓÐARSÁLIN

Mig langar til að bæta einu við. Í um það vil 30 ár hef ég við og við heimsótt vini mína sem búa reyndar í nágrenni Heklu. Húsmóðirin hefur undantekningarlaust vitað að ég væri á leiðinni, þótt ég hringi aldrei á undan mér. Hún gæti þess vegna strítt mér með því að vera með kaffi og meðlæti tilbúið.

Og gaman að því að þið tvær sem hafið tjáð ykkur eruð óbeint tengdar miklum hita þar eð önnur heitir Hekla og nafn hinnar byrjar á sól.

ÞJÓÐARSÁLIN, 26.8.2014 kl. 14:37

6 identicon

Mig dreymdi f. nokkrum árum að ég væri að fljúga yfir Seltjarnarnes meðan það var ennþá sveit, og það var að hækka í sjónum mjög ört, eins og í Básendaflóðinu 1799 þegar aðeins Valhúsahæð stóð uppúr.

Fáeinum dögum síðar kom stóra flóðið á Indlandshafi v. jarðskjálfta í Indónesíu, þegar þúsundir fórust.

Ingibjörg (IP-tala skráð) 26.8.2014 kl. 22:30

7 Smámynd: Ásta María H Jensen

Hekla var hundurinn minn og Katla var systir hennar :-) Þær voru schafer hundar. Ég þurfti að svæfa Heklu því miður. En má ég spyrja getur þú komist inná bloggið mitt ég held að það sér læst og ég er að reyna að finna leið til að opna það?

Ásta María H Jensen, 27.8.2014 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband