Surtsey + Hekla 47 jafnast á við það sem nú er í bergganginum

Ég man glöggt eftir því í Vestmannaeyjum að þeir höfðu í nokkuð langan tíma verið að þrasa um að það væri ekki til nægur vikur til þess að undirbyggja göturnar. Kemur þá ekki þetta líka gos og síðan hafa menn lítið rætt um skort á slíku.

Nú er það spurning hvað náttúran gerir. Í vor hrundi þarna heil fjallshlíð við Öskju og var nokkur eftirsjá í henni. Gífurlegt magn glóandi kviku stefnir nú hraðbyri í átt að Öskju og með sama áframhaldi verður aldeilis bætt fyrir það magn sem hrundi niður. Þetta er svona svipað og þegar málari tekur sig til og sparslar í götin, nema þessi er með dulítið mikið spartls með sér. Síðastliðinn sólarhring jókst kvikumagnið um 50 milljónir rúmmmetra eða 500 rúmmetra á sekúndu. 

Já, og það sem nú þegar er í bergganginum er jafnmikið ef ekki meira en allt það sem kom úr Heklu 1947 + allt það sem kom upp í Surtseyjargosinu.  


mbl.is Veldur verulegum spennubreytingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Hvað eru berggangar.?

http://www.visindavefur.is/svar.php?id=2990

Guðmundur Jónsson, 27.8.2014 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband