Ef einhver tekur tappann úr!

Já, það er tappi þarna í þessu stóra eldkeri langt fyrir neðan kvikuþróna. Og menn verða að átta sig á því að sé tappinn tekinn úr þá flæðir hraunið upp í kvikuþróna. Þaðan fer það svo eftir svokölluðum aðrennslisgöngum norður í Öskju og kemur út um bergvegginn þar sem hrunið varð í vor.

Þetta er svosem alveg eins og við bjuggumst við sagði váfræðingurinn í morgun.  Nú menn sem hafa verið að spá því að jarðskjálftar stafi af því að glóandi kvika ryðjist í gegnum göng sem eru 1 metri á breidd og 40 km. löng þeir hafa auðvitað rangt fyrir sér. Slíkt rennsli er áreynslulaust og engin ástæða til að ætla að það orsaki jarðskjálfta sagði fræðingurinn og glotti í laumi.
mbl.is Tappi undir kvikuþrónni?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásta María H Jensen

Það væri gaman að vita hvaða Bangsi sagði þér þetta. Ég hef ótrúlega gaman að lesa öll fræði ;-)

Ásta María H Jensen, 27.8.2014 kl. 20:09

2 Smámynd: ÞJÓÐARSÁLIN

Það hefur svo ótrúlega margt gerst í sumar sem er nánast einsdæmi. Enginn fræðingur þorir að segja fyrstur manna þann sannleika að hann hafi ekki hugmynd um það af hverju fjöll hrynja, laxar eru bláir og kvika æðir tugi kílómetra lárétt.

Náttúran á einfaldlega sín lögmál, sem ekkert okkar þekkir.

ÞJÓÐARSÁLIN, 27.8.2014 kl. 21:57

3 Smámynd: Ásta María H Jensen

Ef tappinn er tekin úr þá fer allt til andskotans

Ásta María H Jensen, 28.8.2014 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband