Færsluflokkur: Lífstíll

Jökulsá sem kemur af fjöllum.

Það er svosem þekkt að ár taki upp á því að breyta farvegi sínum, en þetta er svolítið skodnið að heilt fljót sé á flótta undan eldi og eimyrju. Það má eiginlega segja að þessi á komi af fjöllum og skilji hvorki upp né niður í öllum þessum látum. 

Ég var hins vegar að láta mig dreyma um að náttúran byggði þarna geysilega fagurt uppistöðulón, sem yrði síðar að ferðamannaparadís. Og hver veit það er ekki öll nótt úti enn og spurning hversu lengi heilt fljót getur verið á flótta. 


mbl.is Hafa ítrekað orðið að rýma svæðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vatnsminni Dettifoss

Nú fer þetta fyrst að verða spennandi. Hraunið er að ná upptökum Jökulsár á Fjöllum. Ef ég man rétt þá urðu menn fyrst gáttaðir í byrjun Skaftárelda, þegar farvegur Skaftár var orðinn þurr. Enginn segir að þetta nýja hraun geti ekki stíflað ána og byggt upp eitt lítið uppistöðulón. Það yrði vissulega merkilegt ef vatnsmagn í Dettifossi snarminnkaði um stund á meðan náttúran er að dútla við að byggja eitt stykki stíflu. 

Hver veit. 


mbl.is Mesta sig síðan mælingar hófust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Big bang theory

Það mun hafa verið sjálfur Einstein, sem setti fram kenninguna um stórahvell. Ég hef hins vegar sagt frá því hér áður að undirritaður fékk það skyndilega á tilfinninguna í júní að hér yrði hrikalega stórt gos á hraunsprungu. Ég hef aldrei orðið fyrir neinu slíku áður, en þetta var svo sterkt að lengi vel var ég ekki í neinum vafa að þetta mundi rætast.

Þótt velflestum þyki þetta örugglega mjög kjánalegt þá trúi ég því að það sem upp er komið nú sé barnaleikur og stórihvellur í Bárðarbungu sé skammt undan, þótt maður voni innst inni að sú tilfinning sé bara bull.   


mbl.is Finna talsverða fýlu af Jökulsá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nató gerir Rússa ríka.

Skelfing geta menn nú oft verið vitlausir. Þeir hjá Nató láta stýrast af eigin mikilmennsku en ekki heilbrigðri skynsemi.

Heiðbrigð skynsemi segir: Ef Nató herðir þumalskrúfuna á Rússum þá skella þeir dýraboga á okkur hin í staðinn. Rússar hafa nóg af því sem þeir þurfa til að lifa og þeir verða ekki kúgaðir með heimskulegum efnahagsþvingunum. Ef menn halda að baráttan um yfirráð í Ukraínu hætti bara ef Rússar fá ekki hveitipoka þá eru þeir gjörsamlega úti á túni.

 Það sem mun gerast er að efnahagur rússneska ríkisins mun stórbatna, þegar þeir hætta að eyða milljörðum í að kaupa af okkur allskyns drasl, sem þeir geta vel verið án.


mbl.is Undirbúa frekari aðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kalla yfir sig bölvun og fordæmingu

Alveg er það með ólíkindum, þegar öfgasamtök beinlínis kalla yfir sig fordæmingu og tortímingu. Það eru engar líkur á því að Bandaríkjamenn og Bretar sitji hjá þegar islamistar eru farnir að grípa saklausa blaðamenn og hálshöggva þá eða skera þá á háls. Svo grobba þeir af þessu á netinu.

Það getur ekki annað verið en þessir bandamenn séu nú þegar með í undirbúningi refsingu sem verður laus við alla miskunn. Þessir menn eru því að kalla dauðadóm yfir börn sín, systur og mæður fyrir svo utan sjálfa sig. Hatrið hefur blindað þessa menn og fólk mun einnig snúast gegn trúarbrögðum sem hægt er að túlka á svo miskunnarlausan hátt. 


mbl.is Tóku annan blaðamann af lífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Liggur ekki nafnið í augum uppi?

Það er alltaf gaman að láta aðra koma með hugmynd, sem gefur manni  hugljómun, sem kannski er alls ekki galin. Þarna er Skúli að stinga upp á nafninu Flæðahraun af því að eina örnefnið þarna á löngu svæði sé orðið Flæður.
Hver segir að nýtt nafn þurfi endilega að enda á hraun. Hvernig væri nú bara að leyfa næsta örnefni að ríma á móti Flæður og þá kemur orðið Glæður sterklega inn. Allir þeir sem muna t.d. kolaeldavélarnar hafa starað í glæðurnar tímunum saman. Þetta minni mig sterklega á þá tilfinningu. 

Nei, Flæður og Glæður og gígarnir mættu því gjarnan heita Bræður. 


mbl.is Hvað á nýja hraunið að heita?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er á krananum?

Það var gaman að sjá í gær, þegar jarðfræðinemar sögðu að það væri eins og skrúfað hefði verið fyrir gosið. Þeir hefðu þá varla undrast neitt í morgun, þótt skrúfað væri frá aftur. Spurningin er auðvitað hver er við kranann.
Upp úr gígum örstutt gos
svo ósköp sætt.
Framkallaði fjölmörg bros
en fljótt var hætt.

Fréttamaður fór af stað
og fékk að sjá
uns skrattinn sína skolla bað
að skrúfa frá.
mbl.is Dregst gosið saman í einn megingíg?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að skrúfa frá og fyrir

Það er gaman að því þegar menn tala um náttúruna eins og hverja aðra dyntótta persónu.

Menn voru að tala um daginn um stóran tappa sem væri þarna undir Bárðarbungu og maður spyr sig hvenær náttúrunni þóknist að taka tappann úr.
Í  gær voru þarna nemar í jarðvísindum sem sögðu að það hefði hreinlega verið eins og það væri skrúfað fyrir. 

Já, og nú hefur aftur verið skrúfað frá á sama stað og það hefur meira að segja verið bætt aðeins í.

Ef það verður aftur skrúfað fyrir í kvöld þá spyr maður bara eins og í ævintýri: Verður þá skrúfað ennþá meira frá í þriðju tilraun.Wink


mbl.is Nýjar myndir af eldgosinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er frekastur í háloftunum?

Það er engin ástæða til að hafa sæti þanni í flugvélum að það sé hægt að halla þeim aftur. Um leið og það gerist er gengið freklega á rétt þeirra sem eru fyrir aftan. Hversu oft hefur ekki farið þolanlega um þig í sætinu og þá er sætinu fyrir framan þig skellt eins langt aftur og hægt er.
Flestir sem þetta gera hafa engar áhyggjur af því þótt sá sem fyrir aftan situr verði þar eins og pönnukaka og þjáist af innilokunarkend og hnjámeiðslum það sem eftir er.

Hvað yrði sagt ef þetta væri gert í helstu tónleikasölum að tillitslaust fólk hefði rétt á að eyðileggja notalegheit þess er fyrir aftan situr. Hvar get ég keypt þessa uppfinningu, knee defender?
mbl.is Reiði vegna plássleysis í háloftunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hanna Birna, það er nú eða aldrei

Ég hef varið þig og mun verja þig fram í rauðan dauðann, því mér finnst þú vera lögð í einelti. Hins vegar þarft þú að láta kjaft mæta klóm. Þetta er hreint og klárt innanríkismál. Færeyingar og Íslendingar hafa alltaf verið eins og ein þjóð, vinir og félagar. Láttu nú heyra í þér. Ekki hika við að tala við utanríkisráðherra, ef þér finnst ástæða til þess. Ekki láta neinn bilbug á þér finna.

Ögmundur hefði rokið af stað og afgreitt þetta mál í einum grænum. Vertu maður en ekki mús. Öll þjóðin mun fagna, ef þú stendur nú upp og framkvæmir í stað þess að eyða púðri í að verjast ásókn skrattakolla, sem eingöngu ráðast á þann sem liggur flatur.

 


mbl.is „Skammast mín að vera Íslendingur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband