Eldflóðið - eitt örlítið ljóð

Ef andinn kemur ekki yfir mann á svona dögum þá held ég hann mæti aldrei til leiks. Hér er örstutt ljóð. Minnt skal á hið gamla orð elfur = á.  Samanber orðið hraunelfur.

 

Glóandi elfurin ofan hlíð
er nema von þar muni
ferðalangarnir líta um hríð
hvar leika sér frost og funi
Austasti fossinn ágætt ber
örnefnið Heljarhruni

Æðir um hálsinn eðjan rauð
á sér þar framrás nýja.
Ekki er jörðin alveg dauð
úr iðrunum kemur spýja.
Straumurinn kvíslast kveður hátt
krummi úr hamraþili.
Vellur fram foss í vesturátt
í víðfrægu Hvannárgili


mbl.is Nýr hraunfoss í Hrunagili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér svífur Jón Helgaon yfir vötnum. Góður kveðskapur. 

Glænaparnir við glæðurnar flakka

góna og eru að hugs' um

hve léttir þeir eru í leðurjakka

og ljósbláum gallabuxum.

Alþýða á fjallið úr sófunum  fór.

Fimmvöruð við og alveg tóm.

Af ballinu sentist með kippu af bjór

bröltand' á ísnum í spariskóm.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.3.2010 kl. 20:12

2 Smámynd: ÞJÓÐARSÁLIN

Takk Jón Steinar!

Þjóðarsálin á dyggan lesanda þar sem þú ert. Við gætum með sama áframhaldi gefið út ljóðabók saman.

ÞJÓÐARSÁLIN, 28.3.2010 kl. 21:38

3 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Flottir í kveðskapnum...

Ég var að spá í að henda einni inn enn finst hún ekki passa við í augnablikinu...

En samt, kveðjur frá Keflavík

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 28.3.2010 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband