Er 1. apríl?

Ég held að allir séu að verða snarvitlausir. Ekkert gert til að hindra að síldin komist inn í Kolgrafarfjörð, en úr því að hún er komin þá skal lagst í hernað með djúpsprengjum.

Nú ekki veit ég hvað verður gert, ef það tekst að þoka síldinni út fyrir brúna. Bíða þá stóru bátarnir þar og veiða hana í snatri. Nú ef ekki þá er ekki víst að nokkur maður hafi sagt síldinni að hún megi ekki synda til baka. Það væri fróðlegt að fylgjast með þegar æðstu menn gæslunnar og ríkislögreglustjóra æpa: Hún er að koma aftur, meiri djúpsprengjur.

mbl.is Sprengja í Kolgrafafirði á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Kristjánsson

Eru menn ekki að grínast? Og þó, Kaninn var fenginn til að varpa sprengjum á háhyrningana þegar þeir voru að angra síldina og skemma veiðarfæri. 

Mikið skal maður heyra áður en eyrun detta af!

Jón Kristjánsson, 27.11.2013 kl. 16:22

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er virkilega fróðlegt að fylgjast með hvernig almættið algóða ætlar að láta þetta snargeggjaða lið afhjúpa sig sem snarbilaðar mannskepnur.

Bólu-bullararnir "hámenntuðu" frá Hafró-klíku Háskóla Íslands fá semsagt ekki að leika sér við að stunda loftbólu-tilraunastarfsemi með verðmætan mat, sem ekkert liggur fyrir annað en að úldna í fjörunni með sama fábjána-áframhaldi.

Strákarnir, sem ekki fengu næga útrás á sínum unglingsárum til að sprengja hurðarsprengjur á áramótunum, fá nú loksins sitt tækifæri til að leika sér á kostnað almúgans "kaupmáttarfreka", og með fullu leyfi frá hinu opinbera. Verðbólguhvetjandi fábjánaháttur!

Nú verður Sigurður Ingi að taka af skarið og stoppa þessa vanvita, áður en skaðinn skeður. Ég styð hann í að stoppa vitleysuna.

Það verður að saga part á milli stöpla úr brúnni, og hífa bitann inná brúna, svo stærri skipin komist inn til að bjarga verðmætum, fyrst almættinu hugnast ekki að landa fyrir innan brú. Svo má hífa stubbinn aftur á sinn stað þegar veiðum lýkur innan brúar. Það ættu að finnast einhverjir kranar enn, á 2007-kranaóða Íslandi.

Ja, mikil er eymd þessara fiskistofutoppa-stjórnsýslufanta sem kallast á "fínu" Háskólatungumáli: LÍÚ (ljúga).

 

Það er dauði og djöfuls nauð

er dyggðum snauðir fantar

safna auð með augun rauð

en aðra brauðið vantar.           

(man ekki hver er höfundur þessa vel viðeigandi og klassíska íslenska sannleika)

Mikil og afhjúpandi er skömm þessara LÍÚ-fiskistofu-fanta.

Heimurinn þarf að  frétta af hvernig þeir LÍÚ-fiskistofufantar Íslands haga sér. Þeir verða aðhlátursefni heimsins fyrir sérfáfræðivisku sína, á svipaðan hátt og nakinn keisarinn forðum daga í ævintýrinu.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.11.2013 kl. 16:27

3 identicon

Það er greinilegt að það hefur ekki borið tilætlaðan árangur að spila háhyrningatíst í firðinum. Því ekki að reyna aðrar aðferðir sem hafa áður sýnt að nota má ril að reka síldina til slátrunar? Þessi sprengju- og byssufóbía fólks er með eindæmumt

Friðrik Ingvi Jóhannsson (IP-tala skráð) 27.11.2013 kl. 16:33

4 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Hvaða vitleysa er í gangi.

Ef sprengt er þá drepst öll síldin vegna þrýsingsbreytinga. Aðal atriðið er að detta niður á lausn til að nýta síldina.

Og til þess eru ráð-herrar, en þeir ráðherrar sem nú stjórna eru hvorki ráðugir né herrar, ef þetta fer svona.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 27.11.2013 kl. 16:42

5 Smámynd: Tryggvi Helgason

Það er örugglega 1, apríl á morgun, - eða var það í gær ??? Þá voru að berast fréttir, - (leynilegar fréttir, sem alls ekki mega fréttast), - að útbúið hafi verið, með hraði, pláss fyrir fjölmarga á gistiheimilinu Klepps-Reykjum. Allir sem lykti af púðri eða "díni" fái þar ókeypis vist svo lengi sem þeir óska.

Tryggvi Helgason, 27.11.2013 kl. 16:46

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Já Tryggvi, sannleikurinn er lygilegri en lygin.

Og Hitlerinn sem Vilhjálmur Birgisson blessaður fékk aðstoð hjá, til að koma sannleikanum á framfæri, fær nú bara vængi í samanburði við afætur íslenska stjórnsýslu-mafíusamfélagsins.

Það var ekki verra að Vilhjálmur Birgisson gat hjálpað bæði lifandi að dánum, í baráttunni fyrir réttlæti svikinna og sjúkra. Vilhjálmur er ekta.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.11.2013 kl. 17:45

7 identicon

Væri mjög slæm hugmynd að rífa brúnna og opna fjörðinn eins og hann var áður ?

Eggert B (IP-tala skráð) 27.11.2013 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband