Við megum ganga um land

Eftir því sem ég best veit þá skiptir ekki öllu máli hver á landið. Íslensk lög veita okkur ákveðið frelsi til að taka okkur göngutúr víðast hvar. Meira að segja á ekki að vera hægt að banna okkur að tína upp í okkur ber á þeirri gönguför.

Svona lög eru nauðsynleg, því annars gæti maður orðið fangi í eigin landi. Ef slík lög væru ekki fyrir hendi þá gætu þeir í Mosfellsbæ og Kópavogi heimtað skatt af okkur Reykvíkingum um leið og við færum inn á þeirra land svo dæmi sé tekið. Satt að segja er þetta uppátæki þeirra fyrir austan ekkert gáfulegra.


mbl.is Hverirnir á landi í eigu ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það er skýrt í lögum að ekki má gera út á eða hafa hagsmuni af annar manna landi eða skipuleggja ferðir á annara manna land nema með leyfi landeiganda eða samning þar af lútandi. og hann er klárlega ekki þarna til staðar þannig að öll ferðamanna fyrirtækin eru að brjóta lög með sinni skipulögðu ferðum á annara manna svæði í geysis tilfellinu er þetta annara manna svæði að 75% og þjóðar 25 þannig að lögbrotið er alveg klárt.

Fyrst þú nefnir Mosó nú bara höfuðborgarsvæðið í heild þá er ég ekki að sjá að íbúar tækju því þegjandi ef ég gerði út á garðana þeirra og hemtaði að þeir viðheldu þeim í topp standi svo ég geti enn sellt ferðir að görðunum.

Er það ekki  annað gætu sumir hugsað en er það svo spyr ég til baka og set dæmið hrátt en einfalt upp.

Þú átt sérstakann blómagarð með sérstöku tréi sem ég ætla að hagnast á en með vísan um óheftan aðgang að náttúru og blóm og tré eru náttúra mættir þú ekki banna það ekki satt. Og svona pínu salt í sárið Ríkið á landið þitt en þú borgar lóðaleigu. 

Þetta er ljótt að setja þetta svona upp en vekur vonandi einhverja um gallann í frjálsræðinu um umgengnisréttinn.

Ríkið segist hafa boðið landeigandum að bæta aðstöðu og fyrirbyggja frekara tjón á svæðinu en það er bara í orði en ekki borði.

Það var ekki gert neitt tilboð skriflega um hvernig það myndi standa að fjármögnunini né nokkuð annað heldur áttu landeigendur að standa straumin og hitt malla í nefndum en það hljómar vel að segjast hafa boðið bætur.

En á meðan þetta er í dóm þá verður þetta rökrætt en landeigendurnir þarna voru klaufar.

þeir hefðu átt að rukka þetta sem bílasæðagjald X fyrir rútur og svo minna x fyrir bílaleigubíla og önnur faratæki.

Allur utanvega akstur kærður og bílar sem leggja úti í kannti eru ólöglegir og ég held að sektin sé talsvert hærri en bílastæða gjaldið. 

Þorsteinn Hafþórsson (IP-tala skráð) 19.3.2014 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband