Í lagi með Gísla en ekki Þóru

Það er svosem hægt að þola það að Gísli Marteinn fari af landi brott. Það verður að vísu erfitt að lifa hér án hans, en samt verður maður að þrauka. Hitt er svo annað mál með Þóru. Hún hefur verið algjört "must" í Útsvarinu. Komið hefur ljós að undanförnu að það er hægt að skipta körlunum þar út, en það var gleðiefni þegar hún mætti aftur eftir forsetaslaginn. Ætli þau geti ekki skipt hún og Sigmar. Þá á ég við að hann verði sendur í Yale og hún taki einhver námkeið hér heima og verði áfram á skjánum.
mbl.is Þóra Arnórs á leið í Yale
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það þýðir ekkert að senda Sigmar til USA, hann kann ekki enskan framburð. Það kom í ljós þegar hann tók viðtal við Waris Dirie fyrir nokkrum árum.

Hins vegar er það rétt hjá Páli Vilhjálmssyni, að það er undarlegt, að ESB-sinnarnir Þóra Arnórs og Gísli Marteinn skuli velja bandaríska háskóla fram yfir evrópska. En á hinn bóginn þá eru þau Þóra og Gísli heldur ekki að fara í alvöru nám.

Pétur D. (IP-tala skráð) 18.4.2014 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband