Ef einhver tekur tappann úr!

Já, það er tappi þarna í þessu stóra eldkeri langt fyrir neðan kvikuþróna. Og menn verða að átta sig á því að sé tappinn tekinn úr þá flæðir hraunið upp í kvikuþróna. Þaðan fer það svo eftir svokölluðum aðrennslisgöngum norður í Öskju og kemur út um bergvegginn þar sem hrunið varð í vor.

Þetta er svosem alveg eins og við bjuggumst við sagði váfræðingurinn í morgun.  Nú menn sem hafa verið að spá því að jarðskjálftar stafi af því að glóandi kvika ryðjist í gegnum göng sem eru 1 metri á breidd og 40 km. löng þeir hafa auðvitað rangt fyrir sér. Slíkt rennsli er áreynslulaust og engin ástæða til að ætla að það orsaki jarðskjálfta sagði fræðingurinn og glotti í laumi.
mbl.is Tappi undir kvikuþrónni?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Surtsey + Hekla 47 jafnast á við það sem nú er í bergganginum

Ég man glöggt eftir því í Vestmannaeyjum að þeir höfðu í nokkuð langan tíma verið að þrasa um að það væri ekki til nægur vikur til þess að undirbyggja göturnar. Kemur þá ekki þetta líka gos og síðan hafa menn lítið rætt um skort á slíku.

Nú er það spurning hvað náttúran gerir. Í vor hrundi þarna heil fjallshlíð við Öskju og var nokkur eftirsjá í henni. Gífurlegt magn glóandi kviku stefnir nú hraðbyri í átt að Öskju og með sama áframhaldi verður aldeilis bætt fyrir það magn sem hrundi niður. Þetta er svona svipað og þegar málari tekur sig til og sparslar í götin, nema þessi er með dulítið mikið spartls með sér. Síðastliðinn sólarhring jókst kvikumagnið um 50 milljónir rúmmmetra eða 500 rúmmetra á sekúndu. 

Já, og það sem nú þegar er í bergganginum er jafnmikið ef ekki meira en allt það sem kom úr Heklu 1947 + allt það sem kom upp í Surtseyjargosinu.  


mbl.is Veldur verulegum spennubreytingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað á náttúran ekkert með að haga sér svona

Við verðum auðvitað að fá bætur. Hér hefur náttúran hreinlega lagt okkur í einelti í sumar sagði Tóti tindilfætti í viðtali. Við Tindfætlingar rekum hér ferðamennsku en náttúran hefur tekið af okkur völdin og rekið ferðamenn samstundis til baka. 

Skemmst er að minnast þess þegar náttúran hrinti heilu fjalli ofan niður í Öskju og nú kemur bara hraun æðandi neðanjarðar og hvert annað en hingað í Öskju. Hvers eigum við að gjalda sagði Tóti og sendi tölvupóst til ríkisstjórnarinnar þar sem hann kvartaði undan þessum ágangi náttúruaflanna og tvísté þess á milli hreinlega óviss um það hvort það væri einhverja hreyfingu að sjá milli fóta hans, en þeir sem standa á sprungu mega eiga von á því hvenær sem er.


mbl.is Skoða möguleikann á bótum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að grafa sína eigin gröf

Þeir eru nú fjölmargir á jörðinni sem leggja nótt við dag að grafa sína eigin gröf. Á Gazasvæðinu hafa vígamenn viðurkennt að hafa handtekið nokkra ísraelska unglingspilta í vor og drepið þá. Svarið: Sprengjuregn á þeirra eigin konur og börn.

Yfir Úkraínu var skotin niður farþegaflugvél og þar magnast nú væringar m.a. vegna umræðna um það hver hafi átt sökina.
Þráttað er um hvort lestir vörubíla með hjálpargögn séu svikráð af hálfu Rússa. Á meðan gögnin berast ekki til fólksins deyr fólk sem þessi gögn gætu bjargað.

Og Islamistar sem umkringja borgir þar sem búa tugir þúsunda saklausra kristinna. Lífið er murkað úr mörgum og Vesturveldin hika við að skipta sér af, en þá ræna þeir m.a. blaðamanni og skera hann á háls. Forseti Frakklands æðir heim úr sumarfríi og segir að nú þurfi að taka á þessum mönnum.

Svo sannarlega taka menn í það minnsta grafir fyrir sitt eigið fólk og kannski sjálfa sig að lokum.

Einu sinni hefði þetta verið orðað svo að þessum mönnum væri ekki sjáfrátt.


mbl.is Samið um vopnahlé á Gaza
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þið eruð einmitt að ganga of langt

Eineltið í garð Hönnu Birnu á sér fá fordæmi. Dag eftir dag hjakka fréttamenn á því sama á milli þess sem þeir telja niður í gos. Hanna Birna hefur ekki gert nokkrum manni neitt í þessu svokallaða lekamáli. Fyrir nú utan það að það er nú ekkert þjóðarmorð, þótt rætt sé um einhvern útlending. Sumir eru svo hræðilega fastir á því að útlendingar séu heilagir og þá beri að meðhöndla sem slíka.

Þjóðarsálin vill bara jafnrétti, það er nú ekki flóknara en það. En Hanna Birna á sama rétt á þessu jafnrétti eins og einhver útlendingur, sem talað var um í sumar og enginn veit í raun hvað var athugavert við að nefna hann á nafn.


mbl.is „Eruð þið ekki að ganga of langt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er dýraríkið að verða vitlaust?

Hér les maður um maðka sem aldrei áður hafa fundist hér á landi. Maðkar þessir eru eldsnöggir í hreyfingum og komu finnanda sínum mjög á óvart.

Það sama má raunar segja um menn sem fyrstir áttuðu sig á því að það væri virkilega ekki missýn að það væri blár lax á ferðinni í Elliðaánum.

Nú og í gær tók makríll upp þá furðulegu hegðun að drepa sig sjálfur og leggja í ís. Það sem ég á við er að hann synti inn í ískalt lón, en hann þolir alls ekki slíkan kulda. Í öðru lagi þolir hann ekki ferskvatn og þá súrefnismettun, sem þar er að finna. Viðbrögð makrílsins voru ekki þau að snúa við heldur gengu þeir hreinlega á land innan um jakana.

Eins og Stefán heitinn Júlíusson sagði: Það er margt í mörgu í maganum á Ingibjörgu. 


mbl.is „Slengjast til með snöggum hnykkjum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geta völvur séð fyrir gos?

Ég hef oft velt því fyrir mér þegar völva segir að það verði gos, en hún sé ekki alveg viss um hvar það verði og hvenær. Ég hef aldrei skilið þessa tilfinningu og nánast gert gys að henni.
Svo gerðist það í júní í sumar á bjartasta tíma að það helltist yfir mig þessi ógnvænlega tilfinning að á næstunni yrði gos á langri sprungu hér á landi. Þessi tilfinning var svo sterk að það hvarflaði ekki að mér eitt augnablik að þetta væri ekki rétt. Þekkið þið dæmi um fólk sem hefur fengið slíkt á tilfinninguna og það svo ræst? Veit að margir læknar mundu kalla þetta þráhyggju, en hver veit?

 Eldflóðið steypist ofan hlíð,
undaðar moldir flaka,
logandi standa í langri röð,
ljósin á gígastjaka. 
Hnúkarnir sjálfir hrikta við,
hornsteinar landsins braka,
þegar hin rámu regindjúp,
ræskja sig uppum Laka. 


mbl.is Sá stærsti hingað til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það sem hefur aldrei gerst er af því að....

Af hverju er þessi lax blár spurði ég fræðinginn. Þetta er nú fremur óalgengt sagði hann en það er vegna þess að....

Hvers vegna hrundi þessi fjallshlíð spurði ég annan fræðing: Þetta er nú fremur óalgengt sagði hann en er örugglega vegna þess ...

Af hverju gengur makríll inn í Jökulsárlón þar sem hann þolir hvorki kulda né ferskvatn, spurði ég þriðja fræðinginn og svarið var: Þetta er nú fremur óalgengt en kemur sér vel, því það þarf að setja hann á ís um leið og hann er dauður. Við skulum nú ekkert vera að æsa okkur þegar ýsan fer að ganga upp í Langána, en það er vegna þess...

Hvernig væri bara að játa að náttúran á til sín lögmál. Á meðan glóandi hraun geysist tugi kílómetra undir löppunum á okkur þá væri kannski rétt að játa að við vitum minna en ekki neitt um náttúruöflin


mbl.is Í öngum sínum vegna makrílsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rúmir 2 tímar eftir af degi Vesúvíusar

vesu1.

Eins og allir vita er dagur Vesúvíusar í dag. Jafnframt vita sennilega allir að Rómverjar áttu sér eldguð sem hét Vulcan og hann átti sér sérstakan dag eða þann 24. ágúst. Svo merkilegt sem það nú er þá gaus Vesúvíus árið 79 og valdi einmitt til þess dag eldguðsins.

Ég hef áður sagt frá því að daginn áður eða þann 23. ágúst var örlítil hreyfing í Vesúvíusi og menn gátu deilt um hvort þar með væri hafið gos eða ekki.

Þetta minnir óneitanlega á umræðuna í dag um gærdaginn. En fari nú svo að gos hefjist fyrir norðan fyrir miðnætti þá er það sögulegt í mörgum skilningi og ekki síst fyrir þær sakir að þá er upphafið skuggalega líkt því sem var árið 79 


mbl.is Gos líklegt milli jökuls og Öskju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað varð gos í gær

Veðurstofan á alls ekki að bakka, þótt Magnús Tumi sé í vafa um að það hafi verið gos í gær. Veðurstofan á því að ríghalda í sinn eldrauða litakóða á meðan ógnvekjandi magn glóandi hrauns æðir í gegnum hátt í 30 km. göng.
Það er sparðatíningur að vera að þrátta um það hvor sé klárari, starfsmenn veðurstofu eða Magnús Tumi. Málið snýst um það gífurlega magn, sem þarna er á ferð í þröngu rými.

 Málið snýst um alla jarðskjálftana og af því að ég er forlagatrúar þá snýst málið um að þann 23. ágúst árið 79 bærði Vesúvíus lítillega á sér (Menn gátu rifist um hvort það væri gos eða ekki gos) og þann 24. ágúst á degi eldguðs Rómverja, sem hét Vulcan þá byrjuðu þessi hrikalegu læti.

Og hugsið ykkur það lán, ef  gosið hefst við jökulsporð eftir að hraunið hefur ruðst heila 30 kílómetra um þröng göng. Það er með ólíkindum, ef þannig fer í dag. Já, ég er ekki í vafa. Það byrjar að gjósa fyrir alvöru í dag. 

 


mbl.is Litakóða vegna flugs breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Voru líka sterkar vísbendingar um gos 23. ágúst 79

aaa

Ef maður flettir mannkynssögunni þá kemur í ljós að þann 23. ágúst árið 79 urðu nokkrar hreyfingar í fjallinu Vesúvíus. Og daginn eftir þann 24. ágúst varð fjandinn laus, ef svo má segja. Allir þekkja framhaldið. Við skulum vona að þessar dagsetningar boði ekki sérstaka vá, en óneitanlega fer um mann hrollur við að vita af heilum 25 kílómetrum þar sem kvika þrengir sér eftir göngum sem aðeins eru 1 metri að þvermáli. Orkan er óhugnanlega mikil og opnist leið upp þá er magnið þarna niðri alveg gífurlegt.  En eins og vísindamenn segja: Annað hvort er gos hafið eða það er ekki hafið gos.

vesu

 


mbl.is Sterkar vísbendingar um gos
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svakalegt ef það gýs víða á bergganginum

Þetta land okkar er ótrúlegt. Það eru jarðfræðilega nokkur sekúndubrot frá Skaftáreldum og móðuharðindum. Til fróðleiks eru þessar upplýsingar fengnar að láni af vísindavefnum.

Skaftáreldar eru með frægustu eldgosum á Íslandi. Þann 8. júní 1783 hófst gos í Lakagígum í Vestur-Skaftafellssýslu og stóð það fram í febrúar 1784. Í þessu gosi kom upp mesta hraun sem runnið hefur í einu gosi á jörðinni síðasta árþúsundið. Heildarrúmál hraunsins er um 12 km3 og flatarmál þess 580 km2.
Gosinu fylgdu aska og eiturefni sem bárust um allt land og skildu eftir sig sviðna jörð. Veturinn á eftir var líka harður. Allt þetta leiddi til mikilla hörmunga. Heyfengur var lítill, skepnur féllu bæði úr hor og vegna sjúkdóma sem fylgdu eiturefnunum úr gjóskunni og hungursneyð varð meðal fólks. Talið að sauðfé hafi fækkað um allt að 80%, hrossum um 60% og nautgripum um 50%. Þessar hörmungar, sem kallaðar hafa verið Móðuharðindin, stóðu yfir til ársins 1785 og kostuðu meira en 10.000 manns (rúmlega 20% þjóðarinnar) lífið.


mbl.is 25 km berggangur undir Dyngjujökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Saklausir eru þeir hundeltir og drepnir

Kannski finnst einhverjum að ég sé að bera í bakkafullan lækinn svo oft hef ég minnst á miskunnarleysi margra Islamista. Þarna hundelta þeir kristna menn. Fyrst eru þeir hraktir upp á fjall þar sem ekkert vatn og engan mat er að fá og svo þegar þeir reyna að flýja dauðann, sem bíður þeirra þar þá lenda sumir beint í flasinu á ILLVILJANUM í sinni verstu mynd. Þeir eru teknir höndum og drepnir miskunnarlaust. Enginn greinarmunur gerður á börnum og fullorðnum.

Þeir sem halda að svona menn verði blíðir og góðir við það eitt að setjast að á Vesturlöndum þeir eru slegnir blindu, en vonandi fá þeir sýn fyrr en síðar. Ég hef þá trú á að flestir þessarra grimmdarseggja geri hreinlega grín að því hvað við erum vitlaus.


mbl.is „Nú deyjum við. Vertu sæll.“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skák gert lágt undir höfði

Einhver friðsamlegasta íþrótt sem þekkist er skák. Þetta er þeim mun merkilegra vegna þess að þar vega menn á báða bóga, drepa riddara, biskupa og drottningar eins og ekkert sé. 

Nú stendur yfir Olympíumót í Noregi og ef ég man rétt eiga þeir sjálfir heimsmeistarann. Ekki sýndu þeir nú skákinni mikla virðingu frekar en svo margar aðrar sjónvarpsstöðvar. Nei, skiptu bara yfir á táknmál, þegar spennan var sem mest svo áhugasamir áhorfendur misstu af öllu saman.

Skák er íþrótt hugans og á skilið eitthvað annað en þetta eða er ekki svo Helgi Ólafsson?


mbl.is Skiptu af þjóðarhetjunni í táknmálsfréttir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband