Fáránlega langt nám

Einu sinni enn leyfi ég mér að benda á að það er nánast orðið ævistarf að læra að verða kennari eða leikskólakennari. Hver á að standa í því að læra í 9 ár (menntaskólinn meðtalinn) til að þiggja fáeinar krónur fyrir mjög erfitt starf. Þótt menn hafi löngun til að vinna með börnum þá hljóta að vera takmörk fyrir því hvað fólk lætur bjóða sér.

Yfirvöld ættu að skammast til þess að stytta námið aftur. Þrjú ár eftir menntaskóla er feykinóg, það vitum við sem urðum kennarar eftir ennþá styttra nám og höfum bara staðið okkur þokkalega við að uppfræða íslenska æsku. 


mbl.is Færri vilja verða leikskólakennarar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er bara bilun og brjálæði. Nær væri að taka sálfræðipróf til að síja úr þá fjölmörgu kennara, sem þrátt fyrir langa og stranga skólagöngu skaða börnin með nærveru sinni í skólunum. Kennarar hafa tekið þátt í að leggja fjölda barna í einelti og leggja ómótuð líf í rúst með niðurbroti. Löng skólaganga kemur ekki í veg fyrir slíkt, þar sem fjöldi manns sækist í þetta nám eftir að hafa gefist upp á öðru, eða á þeim fölsku forsendum að þetta sé létt starf og "skemmtilegt", en hlutverk kennarans á að vera þjónustuhlutverk við komandi kynslóðir, og það er engum létt sem tekur það alvarlega og sættir sig ekki við að gera minna en sitt allra, allra, allra besta og helga líf sitt þessu starfi.

Kennari (með MA próf) (IP-tala skráð) 17.3.2013 kl. 03:30

2 identicon

Ég játa að megnið af mínu námi var tímasóun og gagnast mér lítið sem ekkert við námið. Það sem gagnast mér mest er annars konar reynsla úr lífinu, til dæmis sem almennur starfsmaður á uppeldisstofnunum, og sú reynsla að eiga tvö systkini sem glíma við þroskahömlun og námserfiðleika og aðstoða þau í þeirra námi. Í kennaranáminu er of mikið um páfagaukalærdóm og of lítið um hugsun, of mikið um hluti sem koma málinu ekkert við, og of lítið um það allra nauðsynlegasta. Þeir einir ættu að kenna sem vinna sig til þess sérstaklega kallaðir eða eru sannfærðir um að búa yfir sérstökum hæfileikum til þess sem fæstum eru gefnir.

Kennari (með MA próf) (IP-tala skráð) 17.3.2013 kl. 03:33

3 identicon

Ég skammast mín fyrir athugasemdir sem þessar sem ég les hér að ofan.

Kennari með M.Ed. próf (IP-tala skráð) 17.3.2013 kl. 12:41

4 identicon

Sæl þjóðarsál.

Undanfarna áratugi og jafnvel aldir hefur átt sér stað hræðileg skólavæðing og þessi lenging á leikskólanáminu er angi af þessum vanda. Af hverju tekur rúm 10 ár að búa til lækni? Af hverju er fólk næstum 10 ár í háskóla ef það ætlar sér t.d. að taka doktorspróf í kennslufræðum? Á meðan fólk er í skóla er það ekki í starfi. Áður fyrr var hægt að gera þetta á mun skemmri tíma.

Þetta byggist auðvitað á þeim misskilningi að lengra nám sé betra en styttra nám. Í annan stað byggir þetta á þeim misskilningi að hægt sé að kenna allt í skóla og að starfsreynsla skipti litlu/ekki máli. Starfsmenn háskóla fagna þessari lengingu því þá fá þeir örugglega vinnu og háskólarnir fá meiri pening.

Leggja á af alls kyns leyfisveitingar fagfélaga og hins opinbera, ef einhver skóli treystir sér til þess að útskrifa t.d. leikskólakennara á 2 árum í stað 5 á viðkomandi skóli að mega það, markaðurinn ræður því svo hvort þetta fólk ræður við sitt starf. Ríkið og fagfélögin reyna að takmarka aðgengi að þessum klúbb til að halda uppi launum. Halda menn t.d. að laun lækna væru svona há ef við myndum þrefalda framleiðsluna á læknum? Menn geta vælt um standard og allt það en það er bara fyrirsláttur.

Menn verða að spyrja sig: Hve mikið af því sem ég lærði í skóla nota ég dags daglega? Ef fólk er hreinskilið við sjálft sig reikna ég með að margir komist að þeirri niðurstöðu að ca. 10-40% af því sem það lærði í skóla nýtist dags daglega. Starfsreynsla skiptir máli þó háskólaliðið vilji kannski ekki viðurkenna það. Þessi 60-90% eru þá auðvitað tímasóun :-(

Það er einfaldlega ekki hægt að kenna allt í skóla, skólamenn verða að fara að fatta það.

Helgi (IP-tala skráð) 17.3.2013 kl. 14:33

5 identicon

Hér tjá sig miklar mannvitsbrekkur. Tja, sei sei!

Kennari með M.Ed. próf (IP-tala skráð) 17.3.2013 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband