Hallar verulega á karla

Það er mjög tímabært að fjalla hér um það hvað hallar á karla á mörgum sviðum. Auðvitað er það hrikalegt hvernig konur hafa lagt undir sig ákveðin störf þannig að karlar eiga nánast enga möguleika. 

Við getum byrjað á kennarastarfinu, en þar eru konur að verða einráðar bæði á grunn- og framhaldsskólastigi. Síðasta vígið voru stöður yfirmanna við skólana, en þær hafa jafnvel lagt þau störf undir sig líka. Sama má segja um störf lækna. Maður gat svosem sætt sig við að þær væru einráðar í hjúkrun, en læknar...... Varla getur maður farið í kirkju án þess að fá kvíðakast yfir því að presturinn sé kannski kona. Samt birtast sífellt fréttir um að það halli á konur. Hvers eiga karlar að gjalda?


mbl.is Hallar verulega á konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl þjóðarsál.

Skemmtileg hugleiðing hjá þér.

Vandinn er að grein eins og kynjafræði skuli yfir höfuð vera kennd við HÍ á okkar kostnað. Ég vil ekki borga fyrir nám þar sem inntakið er að stofni til að karlar séu orök nánast alls vanda. Bankahrunið var körlum að kenna því þeir eru svo áhættusæknir. Stríð eru körlum að kenna. 

Ég vil ekki að eina króna af því sem ég greiði til hins opinbera fari til þess að standa undir námi í kynjafræði - ef fræði skyldi á annað borð kalla.  

Helgi (IP-tala skráð) 24.11.2013 kl. 18:48

2 identicon

Það er rétt, að kynja- og kvennafræði eru gervivísindi, sem hið opinbera ætti ekki að kosta. Þetta er óskapnaður, sem femínistinn Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, kom á á sínum tíma.

.

Kynjafræði er svo innantóm, að það voru erfiðleikar með að hafa það sem sjálfstæða námsbraut. Fyrst var þetta hluti af félagsvísindadeild, þar eð hægt er að líta á þetta sem lítinn hluta af félagsfræði, en kynjafræði er nú komin samhliða stjórnmálafræði. Svo að það er augljóst, hver tilgangurinn er: Að konur hrifsi til sín öll völd í þjóðfélaginu.

.

Í þau fjögur ár sem vinstristjórnin var við völd, voru nær allir sem voru ráðnir forstöðumenn opinberra stofnana, konur. Svo að nú hljóta þær að vera komnar í meirihluta, og þá á að fara að ráða karla skv. jafnréttislögum. Nú, jæja? Virka þau lög bara í aðra áttina?

.

Í fyrra voru femínistar í því að mótmæla harðlega að stjórnir sumra félaga og fyrirtækja væru með karlmenn í meirihluta. En stjórn Femínistafélagsins er 100% kvenkyns. Hræsni er kvenkynsorð.

Pétur D. (IP-tala skráð) 24.11.2013 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband