Þetta lykilorð nota ég!

Þar sem lykilorð hafa hvort eð er lekið á netið þá skal ég fúslega viðurkenna að ég hef alltof lengi notað sömu 2 lykilorðin. Samt var ég kerfisstjóri í mörg ár og ráðlagði fólki auðvitað að skipta við og við um lykilorð. Ég var semsé eins og vegprestur. Ég vísaði veginn en fór hann ekki.

Hér skal því upplýst að lykilorð mitt var: manekki. Nú ef ég var píndur til að skipta þá fór ég í dönskuna: huskerikke og reyndi svo að komast til baka í manekki þar til  tölvurnar fóru að segja að þetta lykilorð hefði ég nú notað áður. En nú megið þið nota þetta lykilorð mín vegna þar eð ég hef tekið upp lykilorðið Ilovevodafone InLove


mbl.is Mikilvægt að margnýta ekki lykilorð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta eru allavega skárri lykilorð en það sem Vodafone notaði á a.m.k. einu af sínum eigin kerfum fyrir stjórnendaaðgang:

"admin123"

Guðmundur Ásgeirsson, 2.12.2013 kl. 23:20

2 Smámynd: ÞJÓÐARSÁLIN

admin hefur verið notað ótrúlega víða. Ég man, þegar ég breytti þessu orði í einu kerfi í krimmi, eftir að ég reiddist við annan kerfisstjóra. Það var ekki eins augljóst.

ÞJÓÐARSÁLIN, 3.12.2013 kl. 08:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband