Óhæfir í sérstök sambýli settir í blokk!
4.12.2013 | 13:06
Í Starengi í Grafarvogi er sérstakt sambýli fyrir geðfatlaða. Þar er vakt allan daginn og í byrjun voru allavega tveir á næturvakt, þótt íbúar séu bara 5. Þessir starfsmenn aðstoða við aðhlynningu, matargerð og fara með meðul til íbúa. Þar er semsagt hjálp í boði 24 tíma á sólarhring.
Í raun sýnir þetta hvað það var talið mikilvægt að vel væri hugsað um íbúana. Svo heyrist mér að ákveðinn maður hafi hreint ekki þótt passa þarna inn og þá er hann bara settur í venjulega blokk í Árbænum þar sem býr fullt af ungu barnafólki. Allt í einu þarf enginn að sjá um hann á daginn og enginn er á næturvakt. Þetta er slík klikkun að það tekur engu tali.
Húsið í Starenginu er eitt og sér rétt við bensínstöðina og engir aðrir íbúar í því húsi. Það vissi það því hver einasti starfsmaður þar að þessi aðili var fárveikur.
Rekja uppruna byssunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.