Enginn vandi að gera krakkana læsa!

Miklir spekingar hafa m.a. mætt í Kastljós og segja vandann flókinn og vandfundinn. Þetta er auðvitað algjör endaleysa. Vandinn varðandi ólæsi unglinga liggur í augum uppi. Lestrarkennslan er bara ekki nógu góð m.a vegna þess að lesefnið höfðar ekki til krakkanna.

Ef við tökum dæmi frá 1990 þá urðu nánast allir læsir.  Skólatími yfir daginn var þá mun styttri og sumarfríið lengra. Samt gekk þetta svona vel.

Ein að ástæðum þess að svona illa er komið eru hundleiðinlegar bækur. Það fór verulega að halla undan fæti þegar feministar fóru að rífast yfir þessari setningu: Í gær fór Nonni með afa sínum á sjó og þeir drógu marga fiska. Feministarnir urðu bálvondir yfir því að Gunna hefði ekki líka farið á sjóinn og svona bækur voru teknar úr umferð.

Já, vandinn er ekki flókinn. Sá sem þetta skrifar kenndi lestur í mörg ár fram undir árið 2000 og ætti því að vita örlítið um það hvað hann er að segja. 

Mesti vandinn er þó sá að nú þykir hvaða villingur sem er eiga fullan rétt á því að eyðileggja námið fyrir öllum hinum í bekknum og ómældur tími fer í að sinna þessum erfiðustu. Þetta heitir á fagmáli: Skóli án aðgreiningar. 


mbl.is Mættu vera skemmtilegri bækur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er líka kennari og ég er sammála þér.

Femínisminn er öfgastefna.

Hins vegar set ég spurningamerki við það sem margir segja að allt þurfi að vera skemmtilegt. Er æskilegt að ungt fólk alist upp við þá hugsun að allt þurfi að vera skemmtilegt í lífinu?

Hugsunarhátturinn "Allt skal vera svo skemmtilegt til að skemmta MÉR" elur á egóisma.

Eigum við að hætta að lesa fornsögurnar af því að nemendum finnst þær ekki nógu skemmtilegar? Ég segi nei.

Auðvitað á að gera námsefnið áhugavert - en það ekki skynsamlegt að gera það án takmarkana. Það þarf líka að kenna nemendum að gera "leiðinlega" hluti. Það er hluti af lífinu. Þeir sem ekki læra það munu eiga erfitt með að vinna bug á mótlæti og leiðinlegum hlutum síðar í lífinu.

Góðir kennarar geta jafnvel gert leiðinlega hluti áhugaverða og skemmtilega.

Magnús (IP-tala skráð) 6.12.2013 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband