Háski á hálendinu!

thoru

Ég vil byrja á því að setja fram þá frómu ósk að þarna hafi ekki orðið alvarlegt slys. 
Undirritaður var staddur á Kjósarskarðsvegi við Þórufoss, þegar þyrlan flaug yfir. Satt að segja átti ég ekki von á því að menn væru nú á ferð uppi á Kaldadal, en sennilega er sífellt verið að fara með ferðalanga upp á Langjökul. Hálkan er ótrúlega mikil núna og margir vegir samfelldur svellbunki.

Vegna frétta af illa búnum bílaleigubílum er vert að hvetja eigendur bílaleiga til að taka nú upp almennilegar upplýsingar til ferðafólks um veðurhorfur og það er ótrúlegur kuldi að hafa ekki nagladekk undir þeim  bílum sem leigðir eru til ferða út á land.

 


mbl.is Kona meðvitundarlítil eftir bílveltu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála, hér þarf að fara af stað með meiri ábyrgð en virðist gert í dag.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.1.2014 kl. 16:40

2 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

það þarf að taka bilaleigurnar alvarlega á beinið. Og einnig ferðaþjónustuaðila sem ana ferðamenn út í einhverja vitleysu. Við höfum hingað til aflað okkur orðspor um að vera öruggt ferðaland. En þetta mun vera í hættu ef við hugsum ekki meira um öryggi þeirra sem sækja landið okkar heim. Björgunarsveitirnar bjarga ekki öllu - og það ókeypis.

Úrsúla Jünemann, 4.1.2014 kl. 17:12

3 Smámynd: rhansen

Sannarlega sammál þvi sem sagt er her ..og getur algjörlega oðið til að yeiðleggja ferðamanna iðnaðinn á stuttum tima !!

rhansen, 5.1.2014 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband