Þegar verkfallsvopnið heggur til baka.
26.3.2014 | 13:52
Staða framhaldsskólakennara er satt að segja mun erfiðari en þá sjálfa óraði fyrir. Í hnotskurn er staða þeirra þessi: Æðsti yfirmaður menntamála er þeirrar skoðunar að hann hafi í raun ekkert með þá að gera í fjögur ár heldur bara þrjú. Á mannamáli þýðir þetta í raun að einhver hluti kennaranna sé að kenna eitthvað sem vel megi sleppa eða hægt sé að dreifa einu kennsluári yfir á hin þrjú.
Ég er dauðhræddur um að forysta framhaldsskólakennara hafi hreint ekki áttað sig á því hversu hrikaleg staða þeirra er. Það væri hreinlega ægileg niðurstaða, ef þeir enduðu með að semja um að það yrði 25% minni vinna í boði í framtíðinni.
Það er þungt í okkur hljóðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll.
Nú virðist mönnum vera það kappsmál að stytta framhaldsskólann og hafa hann 3 ár í stað 4. Á þá að fækka einingum á bak við stúdentspróf eða á að halda óbreyttum fjölda? Á "nýja" stúdentsprófið að vera 75% af því sem það er núna? Ég hef ekkert heyrt um það. Ætli Illugi viti það sjálfur?
Ég efast um að fækka eigi einingum á bak við stúdentsprófið. Það þýðir að fara þarf yfir sama námsefni og kennt er nú á 3 árum í stað 4. Það þýðir þá væntanlega að lengja þarf skólaárið m.v. það sem tíðkast nú. Kennarar þurfa þá að vinna meira en verið hefur. Ef kaupa á meiri vinnu af kennurum er það ekki það sama og að hækka við þá launin. Ef kaupa á meiri vinnu af kennurum hækka laun þeirra eðlilega en grunnlaun þeirra hækka ekki endilega. Nú veit ég ekki alveg hvað þeir vilja varðandi þetta en vonandi láta þeir ekki rugla sig í rýminu - meiri vinna er ekki launahækkun.
Þetta er algert lykilatriði.
Svo er það þannig að á 8. áratugnum eða svo voru framhaldsskólakennarar með svipuð laun og þingmenn. Í dag eru framhaldsskólakennarar sennilega varla hálfdrættingjar á við þingmenn. Er nema von að framhaldsskólakennarar séu súrir?
Helgi (IP-tala skráð) 28.3.2014 kl. 07:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.