Góðmennska Vodafone og Símans er takmarkalaus
1.4.2014 | 20:58
Vá! Ég er gjörsamlega orðlaus yfir þeirri takmarkalausu góðmennsku sem Síminn og Vodafone sýna almenningi í þessu landi.
Þeir bjóða nú upp á stórkostlega nýjung þ.e.a.s. hindrunarlausan aðgang að internetinu. Eins og allir vita þá hafa hindranir verið í hverju horni og fólk hefur nánast hvergi náð netsambandi á sínar nýju græjur.
Nú geta menn glaðst yfir því að geta jafnvel náð sambandi við netið þó þeir séu ekki fastir við snúru innanhúss. Ég hafði heyrt eitthvað rætt um þráðlaust samband, en trúi því varla að þessi fyrirtæki standi við þessi stóru orð. Vonandi er þetta ekki aprílgabb.
Þeir bjóða nú upp á stórkostlega nýjung þ.e.a.s. hindrunarlausan aðgang að internetinu. Eins og allir vita þá hafa hindranir verið í hverju horni og fólk hefur nánast hvergi náð netsambandi á sínar nýju græjur.
Nú geta menn glaðst yfir því að geta jafnvel náð sambandi við netið þó þeir séu ekki fastir við snúru innanhúss. Ég hafði heyrt eitthvað rætt um þráðlaust samband, en trúi því varla að þessi fyrirtæki standi við þessi stóru orð. Vonandi er þetta ekki aprílgabb.
Nýjar leiðir hækka verð gagnamagns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vodaflón-síma-samspillingin?
Hvers vegna ætti almenningur að treysta Vodafon?
Kannski vegna ó-tryggðar við viðskiptavini, með því að leka persónulegum samskiptum grunlausra viðskiptavina, fyrir nokkrum mánuðum síðan?
Eru allir búnir að gleyma hvernig Vodaflón-síma-samspillingin braut persónuvernd, með opinberri birtingu á þeim persónu-verndarrétti viðskiptavina?
Skipta lög og réttur engu máli á Íslandi, þegar persónulegur réttur almennings er annarsvegar?
Gott að TAL er enn til á Íslandi.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.4.2014 kl. 15:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.