Forláta bíll með forljóta kerru

Það getur verið alveg stórskemmtilegt að virða fyrir sér umferðina á svona vordegi. Þegar líða fer á daginn fara garðeigendur gjarnan í Sorpu með drasl og þá getur maður séð glampandi 10 milljóna króna jeppa með svo forljóta kerru í eftirdragi að það hálfa væri nóg. Stundum er jeppinn meira að segja upphækkaður og kerran hangir stórundarlega aftan í bílnum. Væri nú ekki best að menn endurnýjuðu líka kerruna og hefðu á henni góðan ljósabúnað. Til hvers er að eiga landcruiser, ef maður eyðileggur "lúkkið" með kerrugarmi?
mbl.is Lélegar kerrur fá rauða spjaldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Það getur verið gott að eiga kerru en til hvers að eiga Landcruiser yfirleitt? En svona að öllu gamni slepptu er eitt "dráttarmál" sem ég hef séð nokkrum sinnum undanfarna daga. Það eru bílar sem draga á eftir sér spottastubb og á eftir keyrir síðan númerslaus bíll. Nú síðast í gær sá ég svona dúett á gatnamótum fara yfir á beygjuljósum og á götunni á móti beið löggubíll á rauðu ljósi. Ekki gerði löggan neitt í málinu en það vita allir sem vilja að svona "dráttur" er ekki dráttur og fullkomlega ólöglegur.

corvus corax, 10.5.2014 kl. 10:52

2 Smámynd: ÞJÓÐARSÁLIN

Það væri fróðlegt að vita hvar og hversvegna þessi vitleysa byrjaði. Það er ótrúlegt að fólk skuli trúa því að það sé allt í lagi að keyra ólöglega bíla, ef næsti bíll á undan er með spotta. Semsagt innilega sammála síðasta ræðumanni.

ÞJÓÐARSÁLIN, 10.5.2014 kl. 14:08

3 identicon

Við það má svo líka bæta að með bíl í bandi má bara keyra á 30 km/klst. Þannig að þegar menn eru á Reykjanesbrautinni með bíl í bandi á 100 þá eru þeir gott sem próflausir þegar þeir eru stoppaðir.

Stebbi (IP-tala skráð) 11.5.2014 kl. 10:21

4 identicon

Er bíllinn eitthvað hættu minni með spottan tengdan?

Kristinn Magnússon (IP-tala skráð) 11.5.2014 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband