Tímamót - héðan í frá kennum við launalaust!
21.5.2014 | 16:50
Þetta eru merk tímamót sagði Trausti smíðakennari við mig áðan. Hann sagði að það væri löngu tímabært að grunnskólakennarar afsöluðu sér launum fyrir sína vinnu. Ja, ef vinnu skyldi kalla sagði Trausti. Þetta er skemmtun frá morgni til kvölds. Og hugsaðu þér sagði hann nú fá þeir sem eldri eru að kenna meira.
Í mörg ár hefur það tíðkast að rífa þá út úr kennslu í miðjum tíma og segja: Nú getur þú ekki meira í dag vesalings gamla hró. Nú fá þeir að kenna jafnmikið og hinir (eða fá enga launahækkun)- Þetta gamla lið á nóg af peningum, fékk húsin sín ókeypis og svona. Já, og aldrei fékk ég neitt úr þessum launapotti sagði Trausti svo það er fínt að losna við hann.
Þarna varð mér ljóst það sem mig hafði lengi grunað - Trausti hefur misst glóruna.
Nýr kjarasamningur markar tímamót | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.