Er makinn grimmur við þig?
26.5.2014 | 08:13
Nú eru vísindamenn vissir um að ADHD erfist í allt að 90% tilvika. Það er stjórnstöð heilans sem virkar ekki rétt og í stað þess að framheilinn virki almennilega þá getur mandlan tekið við. Ekki er þá von á góðu, því hún stýrir þeirri gamalkunni tilfinningu að nú eigir þú aðeins tvo möguleika: Flýja eða berjast. Þessi tilfinning sem hefur fylgt mannkyninu frá örófi alda magnast upp.
Þar eð þetta er í heilanum sjálfum þá eldist þetta alls ekki af fólki, en það verður meiri leikarar með árunum. Menn reyna að fela þetta eins og hægt er, en lendi það í aðstöðu þar sem tveir berjast þá er það stríð upp á líf og dauða.
Hjónarifrildi þar sem annað er með ADHD en hitt ekki verða aldrei réttlát, því sá sem er með ADHD notar öll vopn sem til eru. Þekktast er kannski setningin: Þú gerðir þetta alltaf, þótt það hafi bara gerst einu sinni.
Börnin lemja stundum, bíta jafnvel en ef orustan sýnist töpuð þá er farið út í horn þar sem veggurinn hlífir við árásum aftan frá. Ennþá einn arfur frá frummanninum.
Ég heyrði fræg íslensk hjón lýsa sambandi sínu nýverið. Það er enginn vafi á því að hún er með ADHD
Mikil þörf fyrir greiningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.