Nú var ég heppinn!
26.5.2014 | 19:55
Það hefði verið rosaleg spæling að koma með sjúkrabíl á Landspítalann í Fossvogi og vera rekinn til baka. Til allrar Guðs lukku heimsótti ég þá aðfaranótt laugardags. Nú segjast þeir hamast við að útskrifa fólk svo Mósi verði þeim ekki að fjörtjóni.
Auðvitað hefur maður alltaf gert sér ljóst að Landspítalinn er hættulegasti staður landsins miðað við dánartíðni. Í dánarfregnum er nánast alltaf tekið fram að viðkomandi hafi andast á Landspítalanum. Menn geta því þakkað sínum sæla fyrir að vera nú útskrifaðir með hraði áður en Mósi brokkar inn á stofuna til þeirra.
MÓSA-smit greinist á Landspítala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Og hverrar ættar skyldi svo Mósi vera ?
Anna Dóra Gunnarsdóttir, 26.5.2014 kl. 21:55
Er hann ekki undan Orra frá Þúfu?
ÞJÓÐARSÁLIN, 27.5.2014 kl. 07:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.