Þegar illskan tekur völdin
18.7.2014 | 08:48
Þessa dagana hugsa allir það sama. Getur verið að valdafíkn Pútíns sé svo mikil að hann svífist einskis. Það er svosem ekkert nýtt að menn framkvæmi voðaverk og reyni svo að klína sökinni á annað land. Þetta er þekkt varðandi upphaf ákveðinna styrjalda.
Það sem venjulegt fólk spyr sig er: Getur mannvonska virkilega komist á þetta hátt stig.
Lítum til Noregs þar sem enginn skilur hvernig Brevik fékk sig til að gera það sem hann gerði.
Já, þota frá sama flugfélagi hvarf fyrir stuttu síðan. Þrátt fyrir gífurlega leit þá fannst engin sönnun um afdrif hennar og eins og áður hugsa allir og hugsa, en enn er EKKERT SVAR.
Hvað sagði ekki Davíð:
Þegar sólin dvelur bak við drungaleg ský.
Þá er hún að gráta með Guði yfir því
hve myrkið er elskað mannheimum í.
298 um borð - 173 Hollendingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eg held að þú hafir þetta rétt, valdafikn Putins er gífurleg, svo er þetta ekkert nýtt fyrir KGB menn að fremja fjöldamorð, Pútín var og er KGB maður og hann og félagar hans i KGB bera enga virðingu fyrir mannslífum.
Kveðja fra Houston
Jóhann Kristinsson, 18.7.2014 kl. 21:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.