Vanvirða gegn konum sí og æ
20.7.2014 | 12:10
Þessi bílastæði, sem eru sérmerkt konum líta kannski í fyrstu þokkalega út, þótt enginn skilji af hverju konur þurfi sérstæði. Svo kemur þetta fáránlega í ljós. Þau eru 30 sentímetrum breiðari en önnur stæði. Biðst afsökunar en ég er bara barnakennari og set allt fram á þann máta:
Er hægt að segja á ljósari hátt: KONUR ERU VERRI BÍLSTJÓRAR EN KARLAR.
Og svo enn og aftur að allt öðru máli. Trúarskoðanir þar sem konum er fyrirskipað að hylja sig frá toppi til táar. Já, þar sem eiginmaðurinn hefur rétt til að berja konu sína sundur og saman fyrir það sem ekkert er en hann tekur upp hjá sjálfum sér til að skapa virðingu. Þetta er trú karlanna þarna en vissulega skapa þeir ekki virðingu heldur ótta og að lokum hatur.
Svo koma 2 framsóknarmenn í landi í órafjarlægð, berja sér á brjóst í vandlætingu yfir því að menn með slíkar skoðanir fái ekki að reisa hús sér til dýrðar á mest áberandi stað í Reykjavík.
Hættum þessu. Lítilsvirðing á hvergi rétt á sér og mér finnst það fáránlegt að menn (þótt þeir séu Framsóknarmenn) geti ekki séð þetta.
Ég hef sem grunnskólakennari alltaf unnið þar sem meirihluti vinnufélaganna hafa verið konur. Þær hafa verið frábærir vinnufélagar og ég skal hundur heita, ef ég berst ekki fyrir jafnrétti þeim til handa hvar og hvenær sem ég get. Annað væri óskiljanlegt fyrir mann, sem átti móður sem fæddist þann 19. júní 1915, daginn sem konur á ÍSLANDI fengu kosningarétt og kjörgengi.
Sérmerkt stæði fyrir konur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hættum líka lítisvirðingu við þá sem huga að unhverfinu og kaupa "umhverfisvæna" bíla.
Þeir eru meir en aflögufærir um að borga í bílastæði og jafnvel fyrir vegina sem þeir aka.
Grímur (IP-tala skráð) 20.7.2014 kl. 12:42
Rétt Grímur!
Mér þykir reyndar innilega vænt um þessa færslu, því sonur minn ók á sínum tíma um á rafbíl og trúði því að þeirra tími væri kominn. Nokkur bið hefur orðið á því en vonandi verður þróunin hraðari í þessa átt.
ÞJÓÐARSÁLIN, 20.7.2014 kl. 13:02
Hvað er athugavert við 30 cm breiðari bílastæði en almennt eru í boði?
Bara spyr - ekki sem kona, heldur bíleigandi. :)
Kolbrún Hilmars, 20.7.2014 kl. 16:56
Nú vill þannig til Kolbrún að þú ert kona og spyrð því alltaf sem kona. Hef séð þessa dellu hjá fleiri alþingismönnum, fyrrverandi og núverandi. Maður getur semsagt ekki neitað því sem maður er.
ÞJÓÐARSÁLIN, 20.7.2014 kl. 20:04
Það á engin í erfiðleikum við að setja bílinn í þröngt stæði.
Það er aftur á móti erfiðara að komast í og úr bílnum.
Ef textinn væri : STÆÐI FYRIR ÓFRÍSKAR KONUR . ??
Snorri Hansson, 21.7.2014 kl. 19:17
Þetta er rétt hjá þér Snorri. Eflaust myndu margar konur þiggja það t.d. síðasta mánuðinn að þurfa ekki að ganga langar leiðir og rogast með innkaupapoka.
ÞJÓÐARSÁLIN, 21.7.2014 kl. 23:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.