Það sem aldrei hefur gerst getur alltaf gerst aftur.

Það skal fúslega viðurkennt að þessi færsla er sett hér til að gera góðlátlegt grín að vísindamönnum. Varla var blái laxinn kominn á land þegar vísindamaður taldi sig með það nokkuð á hreinu af hverju hann væri blár, þótt hann viðurkenndi að hann hefði aldrei heyrt af svona fyrirbæri áður.

Sama á nú við um Öskjuvatn og nágrenni. Engin dæmi eru um svona náttúruhamfarir, en strax hefur heyrst í vísindamönnum, sem eru með þetta nokkuð á hreinu.

Menn virðast telja það til minnkunar að hafa ekki svar við öllu: Uppáhaldspersóna mín í bókmenntum leysti þetta á einfaldan hátt og sagði: Ég er bara bangsi með mjög lítið vit.

 


mbl.is Stór skriða féll í Öskjuvatn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband