Allt er þegar þrennt er
23.7.2014 | 16:30
Fyrst var það blár lax, svo rann heil fjallshlíð fram við Öskju. Hvort tveggja virðist ekki eiga sér hliðstæðu svo menn muni. Að vísu eru merki um svona framskrið fyrir norðan frá því löngu fyrir landnám, man ekki alveg hvað staðurinn heitir.
En þjóðtrúin segir að komi eitthvað óvanalegt fyrir mann tvisvar þá sé nánast öruggt að það gerist einu sinni enn. Dæmi eru um að menn verði mjög fegnir þegar þriðja tilvikið er komið, því sá maður er ekki til sem trúir því að það gerist í fjórða sinn.
Svona er hjátrúin skemmtileg og nú er bara að sjá hvað verður númer 3. Varla bleikur fíll, en eins og danskurinn segir: Hvað ved jeg.
![]() |
„Bráðabani“ að fara niður að vatninu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
En mönnum líður sjálfsagt betur úr því að það tókst að drepa þann bláa.
Snorri Hansson, 24.7.2014 kl. 00:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.