Og þetta viljum við!
26.7.2014 | 12:16
Hugsið ykkur stöðuna. Vestræn lönd hafa af einskærri góðmennsku leyft fólki að setjast þar að. Þeir trúa því í barnaskap sínum að Islamistar muni þakka fyrir þessa góðmennsku og taka upp okkar vestrænu gildi. En það er aldeilis ekki svo. Lesið bara um vanda Norðmanna. Ungir afkomendur innflytjenda (sem nú eru Norðmenn) hafa farið og barist erlendis og nú hyggjast þeir gera hervirki í því landi sem reyndist þeim svo vel.
Já, og í Noregi hafa einmitt stjórnmálamenn verið það sem sumir kalla óskaplega "liberal"
Þjóðir geta barist gegn utanaðkomandi ógn, en hugsið ykkur stöðuna þegar ógnin og illskan kemur frá eigin borgurum.
Ekki ástæða til að vara við ferðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég get ekki verið sammála þér sem kona sem þekkir marga góða múslima, en mér finnst að það eigi að gera bakgrunnstékk hjá öllum sem vilja setjast hér að. Kanna trúarafstöðu þeirra og hvort þeir séu meðlimir í einhverjum öfgasamtökum og viðhorf til hryðjuverkasamtaka. Mér finnst að þeir sem eru meðlimir eða hafa samúð með hryðjuverkum eigi ekki að fá að búa á Íslandi, en allt venjulegt fólk sé velkomið sama hvaða trú. Múslimar eru bara alls konar og margir sem ég þekki trúa trúa jafn lítið á þetta og við á Þjóðkirkjuna. Það sem mér finnst ekki mega gleymast er að þó múslimar séu að stærstum hluta gott fólk eins og allir aðrir, þá ERU TIL vondir múslimar. Mér finnst við eigum ekki að stinga höfðinu í sandinn, heldur horfast í augu við þetta. Einhver var að deila þessu myndbandi hérna og fékk bara skítkast: http://www.youtube.com/watch?v=uSj8SiEkUz0 Ég skil ekki út af hverju? Hann eða hún nafnlaus sagði ekki neitt slæmt um múslima og þetta eru áhugaverðar og mikilvægar upplýsingar. Við verðum að reyna að skilja þetta fólk, annars getum við ekki lært að greina á milli hver er góður múslimi og hver er svona múslimi eins og þessi kona þarna í Palestínu.
Guðrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 26.7.2014 kl. 20:57
Það er staðreynd að önnur kynslóð, börn múslimsku innflytjendanna, hefur hundruðum saman flykkst til múslimska "innbyrðis" bardagans í Sýrlandi. Hvaðanæva að úr Evrópu.
Ekki er foreldrunum um að kenna, sem einmitt vildu veita börnum sínum allt hið besta. En hverju þá? Væri ekki full ástæða til þess að rannsaka málið?
Kolbrún Hilmars, 27.7.2014 kl. 17:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.