Almáttugur landlæknir

 Að vísu hafa orð mín varla mikil áhrif. Engu að síður skil ég ekki hvernig embætti Landlæknis getur gefið út aðra eins steypu. Menn eiga að hlusta á samtök lækna án landamæra. Það rignir ekki upp í nefið á þeim. Menntahroki leiðir menn stundum svo hrikalega afvega að þeir viðurkenna allt of seint að þeir hafi haft rangt fyrir sér.

----------------------- 

Sam­tök­in Lækn­ar án landa­mæra segja að far­ald­ur­inn eigi aðeins eft­ir að versna, enda vanti alla yf­ir­sýn um út­breiðslu hans. Frá þess­um lönd­um eru nokkr­ar flug­ferðir í hverri viku til Evr­ópu­land­anna Belg­íu, Frakk­lands og Bret­lands, auk Afr­íkulanda eins og Senegal, Gh­ana og Fíla­beins­strand­ar.

Engu að síður hafa Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­in og Sótt­varna­stofn­un Evr­ópu­sam­bands­ins ekki mælt gegn ferðalög­um til Vest­ur-Afr­íkulanda, enda er smit­hætta ferðamanna tal­in hverf­andi lít­il, að sögn Land­læknisembætt­is­ins.Devil


mbl.is Krefst þess að konan fái lyfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, það er menntahroki ð mati Íslendinga að kynna sér málið og tjá sig síðan. Hefðbundin barnaskóla gáfumanna aðferð er að blogga fyrst og kynna sér síðan málið ef tími vinnst til. Þekking telst ekki til kosta í Íslensku samfélagi og því nokkuð furðulegt hve margir þó leita sér menntunar. Sumir koma jafnvel heim að námi loknu þó fyrirlitnir séu.

Þessi ebola er "faraldur" sem leitt hefur nærri 800 manns til dauða á hálfu ári á svæði sem telur yfir 300 milljónir. Tölfræðilega er líklegra að íbúarnir látist úr kúariðu og að ferðamaður fái loftstein í hausinn.

Vagn (IP-tala skráð) 1.8.2014 kl. 11:34

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Vei þeim sem ekki þekkja það hvernig veldisvöxtur hegðar sér.

Þeir skulu passa sig að reyna ekki að elda kakósúpu.

Guðmundur Ásgeirsson, 1.8.2014 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband