Engin furða að fólk veikist af því að borða mjöl
7.8.2014 | 16:42
Fyrr í sumar skrifaði ég grein í Moggann þar sem ég benti á að Bandaríkjamenn bæta hinum og þessum efnum í allt mjöl, sem þar er framleitt. Skipunin kemur að ofan og allir verða að hlýða. Þoli maður ekki eina tegund mjöls eru því miklar líkur á að það sama verði uppi á teningnum með annað mjöl, því ótrúlega mörg lönd hafa apað þetta eftir Bandaríkjamönnum.
Hér skal ítreka þetta með fólinsýru, en efnin eru því miður fleiri
Í tveimur tilraunum þar sem borin var saman fólinsýra og lyfleysa jókst hættan á krabbameini og allskyns ótímabærum dauðsföllum hjá þeim er tóku fólinsýru.
Frá árinu 1998 hefur þú vart getað keypt mjöl frá Bandaríkjunum án þessa efnis og sama gildir með morgunkorn. FDA (US Food and Drug Administration) gaf út fyrirskipun árið 1998 þar sem allir framleiðendur mjöls eru skikkaðir til að hafa þetta efni í ákveðnu lágmarki í mjöli, en tekið fram að menn þ við því þótt skammturinn sé hærri.
Forsenda þessarar ákvörðunar er svo fáránleg að engu tali tekur.
Hrönn þolir illa hveiti - fyrir-og-eftir-myndir segja allt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.