Heimsstyrjöld vegna trúarbragða?

Hér áður voru styrjaldir vegna trúarbragða vel þekktar. Menn voru eitthvað að gæla við að það væri liðin tíð.
Að undanförnu hafa svo komið fram hópar Islamista sem sýna hrikalega grimmd gagnvart kristnu fólki. Þeir líta á trúarbrögð sín sem lög og því beri þeim að setja kristnu fólki skilyrði, sem eru því óaðgengileg.
Og nú hafa Bandaríkjamenn skorist í leikinn og Bretar eru að íhuga þáttöku. Um leið og þeir eru farnir að berja á þessum öfgasinnum á einum stað þá munu fleiri staðir fylgja í kjölfarið. Það er enginn leið að sjá hversu langt það leiðir okkur. Krossferðir okkar tíma virðast vera hafnar. 


mbl.is Bretar íhuga þátttöku í árásum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband