Skák gert lágt undir höfði
9.8.2014 | 11:58
Einhver friðsamlegasta íþrótt sem þekkist er skák. Þetta er þeim mun merkilegra vegna þess að þar vega menn á báða bóga, drepa riddara, biskupa og drottningar eins og ekkert sé.
Nú stendur yfir Olympíumót í Noregi og ef ég man rétt eiga þeir sjálfir heimsmeistarann. Ekki sýndu þeir nú skákinni mikla virðingu frekar en svo margar aðrar sjónvarpsstöðvar. Nei, skiptu bara yfir á táknmál, þegar spennan var sem mest svo áhugasamir áhorfendur misstu af öllu saman.
Skák er íþrótt hugans og á skilið eitthvað annað en þetta eða er ekki svo Helgi Ólafsson?
![]() |
Skiptu af þjóðarhetjunni í táknmálsfréttir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.