Er dýraríkið að verða vitlaust?
26.8.2014 | 09:11
Hér les maður um maðka sem aldrei áður hafa fundist hér á landi. Maðkar þessir eru eldsnöggir í hreyfingum og komu finnanda sínum mjög á óvart.
Það sama má raunar segja um menn sem fyrstir áttuðu sig á því að það væri virkilega ekki missýn að það væri blár lax á ferðinni í Elliðaánum.
Nú og í gær tók makríll upp þá furðulegu hegðun að drepa sig sjálfur og leggja í ís. Það sem ég á við er að hann synti inn í ískalt lón, en hann þolir alls ekki slíkan kulda. Í öðru lagi þolir hann ekki ferskvatn og þá súrefnismettun, sem þar er að finna. Viðbrögð makrílsins voru ekki þau að snúa við heldur gengu þeir hreinlega á land innan um jakana.
Eins og Stefán heitinn Júlíusson sagði: Það er margt í mörgu í maganum á Ingibjörgu.
Slengjast til með snöggum hnykkjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.