Að grafa sína eigin gröf

Þeir eru nú fjölmargir á jörðinni sem leggja nótt við dag að grafa sína eigin gröf. Á Gazasvæðinu hafa vígamenn viðurkennt að hafa handtekið nokkra ísraelska unglingspilta í vor og drepið þá. Svarið: Sprengjuregn á þeirra eigin konur og börn.

Yfir Úkraínu var skotin niður farþegaflugvél og þar magnast nú væringar m.a. vegna umræðna um það hver hafi átt sökina.
Þráttað er um hvort lestir vörubíla með hjálpargögn séu svikráð af hálfu Rússa. Á meðan gögnin berast ekki til fólksins deyr fólk sem þessi gögn gætu bjargað.

Og Islamistar sem umkringja borgir þar sem búa tugir þúsunda saklausra kristinna. Lífið er murkað úr mörgum og Vesturveldin hika við að skipta sér af, en þá ræna þeir m.a. blaðamanni og skera hann á háls. Forseti Frakklands æðir heim úr sumarfríi og segir að nú þurfi að taka á þessum mönnum.

Svo sannarlega taka menn í það minnsta grafir fyrir sitt eigið fólk og kannski sjálfa sig að lokum.

Einu sinni hefði þetta verið orðað svo að þessum mönnum væri ekki sjáfrátt.


mbl.is Samið um vopnahlé á Gaza
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband