Hver er frekastur í háloftunum?

Það er engin ástæða til að hafa sæti þanni í flugvélum að það sé hægt að halla þeim aftur. Um leið og það gerist er gengið freklega á rétt þeirra sem eru fyrir aftan. Hversu oft hefur ekki farið þolanlega um þig í sætinu og þá er sætinu fyrir framan þig skellt eins langt aftur og hægt er.
Flestir sem þetta gera hafa engar áhyggjur af því þótt sá sem fyrir aftan situr verði þar eins og pönnukaka og þjáist af innilokunarkend og hnjámeiðslum það sem eftir er.

Hvað yrði sagt ef þetta væri gert í helstu tónleikasölum að tillitslaust fólk hefði rétt á að eyðileggja notalegheit þess er fyrir aftan situr. Hvar get ég keypt þessa uppfinningu, knee defender?
mbl.is Reiði vegna plássleysis í háloftunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú þarft líka svæðishelgarann til hliðanna þegar þú lendir í miðjusætinu milli hjóna í "verulegri" yfirvikt.

Munurinn er að ef þú kvartar í flugi þá ert þú flugdólgur og verður umsvialaust teipaður og kærður.

Grímur (IP-tala skráð) 30.8.2014 kl. 13:32

2 Smámynd: ÞJÓÐARSÁLIN

Ja, eða þessar sífelldu ferðir með vagna frama og aftur um ganginn. Svo eru þeir farþegar litnir hornauga, sem þurfa aðeins að létta á sér. Reglur háloftanna má alveg endurskoða.

ÞJÓÐARSÁLIN, 31.8.2014 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband