Kalla yfir sig bölvun og fordæmingu
2.9.2014 | 19:12
Alveg er það með ólíkindum, þegar öfgasamtök beinlínis kalla yfir sig fordæmingu og tortímingu. Það eru engar líkur á því að Bandaríkjamenn og Bretar sitji hjá þegar islamistar eru farnir að grípa saklausa blaðamenn og hálshöggva þá eða skera þá á háls. Svo grobba þeir af þessu á netinu.
Það getur ekki annað verið en þessir bandamenn séu nú þegar með í undirbúningi refsingu sem verður laus við alla miskunn. Þessir menn eru því að kalla dauðadóm yfir börn sín, systur og mæður fyrir svo utan sjálfa sig. Hatrið hefur blindað þessa menn og fólk mun einnig snúast gegn trúarbrögðum sem hægt er að túlka á svo miskunnarlausan hátt.
Tóku annan blaðamann af lífi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Þessir menn eru að kalla dauðadóm yfir börn sín, systur og mæður fyrir svo utan sjálfan sig".
Því miður er þessum morðingjum alveg sama um sín börn og fjölskyldur, enda marg oft komið í ljós hér á vesturlöndum, þegar þeir eru að drepa mæður sínar og systur dags daglega.
Ekki gleyma, að það eru islamistar á Íslandi.
Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 2.9.2014 kl. 19:25
Valdimar við sama heygarðshornið, setur alla múslima undir sama hatt, þ.e. ISIS hattinn. Muslimar eru tæpir 2 milljarðar. 99.99% þeirra ósköp venjulegt friðsamt fólk. Valdimar veit sennilega ekki, enda ekki nennt að kynna sér það, al langflest fórnarlömb ISIS eru múslimar, næstum öll. ISIS eru ekki islamistar, þetta er glæpalýður sem nota trú sem ástæðu til að fá útrás fyrir sína brenglun.
Óskar, 3.9.2014 kl. 02:13
99,99% Pakistanskir islamistar eru brenglaðir öfgamenn,99,99% Afganskir Talibanar á sama plani og eru að hugsa um að ganga í lið með IS.
IS í Líbýu, með sinn brenglaða hugsunarhátt hafa yfir að ráða 11 farþegaþotur. Og vesturlönd eru pakkfull af geðveikum islamistum, sem ganga frjálsir um götur borga og bæja óáreittir vegna ótta við hefndaraðgerir af þeirra hálvu og eru stuðningmen IS og flæða niður til Asíu-nær til að myrða allt sem hreyfist.
Og síðan koma þeir heim og brugga launráð í Ýmishúsinu.
Nei, afsakið, það eru engir islmistar á Íslandi, eða hvað?
Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 3.9.2014 kl. 21:56
talibanar eru öfgamenn, það er rétt hjá þér. En það eru ekki allir afganir eða pakistanar talibanar, langt frá því. Svo er nú kannski rétt að benda þér á að vesturlönd eiga stóra sök á þeirri hörmungarstöðu sem upp er komin í t.d. Írak, Líbýu , Afganistan ov víðar í þessum heimshluta.
Múslimahræðsla Íslendinga er orðin beinlínis fyndin. Sjálfur er ég staddur núna í fjölmennasta múslimaríki heims, Indónesíu. Hér eru bara engin vandamál sem tengjast trú. Hér sér maður mosku við hlið kirkju og jafnvel hindúahof í sömu götu. Allir bera virðingu fyrir tru nágrannans. En ekki á Íslandi, þar eru menn að tapa sér útaf einni mosku! Íslendingar ættu kannski að ferðast aðeins meira í stað þess að trúa bullinu á útvarpi sögu og álíka drullupumpum.
Óskar, 4.9.2014 kl. 06:12
Það hafa sem sagt aldrei verið átök í Indónesíu, vegna trúar-og stjórnmálaskoðanna!Eða?
Lögregla í Osló er að grípa terrorista, einig í Danmörku og bretar eru löngu búnir að missa tökin á islamistunum þar í landi.
Svíar og SEPO þegja þunnu hljóði, eins og venjulega, af ótta við að verta kallaðir "islamafobi 0g rasistar", en eru nú samt á varðbergi en hafa samt auga á terroristunum þar.
Hvers vergna er ástandið svona í þessum löndum og reyndar í allri Evrópu?
Jú, það er vegna þess, að menn sem hafa þinn hugsunarhátt (bláeygðir) hafa haft aðstöðu til að skapa þessi samfélög. Hinir sem hafa séð þetta hættuástand fyrir eru kallaði rasistar og haldið utan við umræðuna með þöggun og spíral af lýgi í fjölmiðlum.
Þannig er þetta nú bara.
Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 4.9.2014 kl. 16:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.