Nató gerir Rússa ríka.

Skelfing geta menn nú oft verið vitlausir. Þeir hjá Nató láta stýrast af eigin mikilmennsku en ekki heilbrigðri skynsemi.

Heiðbrigð skynsemi segir: Ef Nató herðir þumalskrúfuna á Rússum þá skella þeir dýraboga á okkur hin í staðinn. Rússar hafa nóg af því sem þeir þurfa til að lifa og þeir verða ekki kúgaðir með heimskulegum efnahagsþvingunum. Ef menn halda að baráttan um yfirráð í Ukraínu hætti bara ef Rússar fá ekki hveitipoka þá eru þeir gjörsamlega úti á túni.

 Það sem mun gerast er að efnahagur rússneska ríkisins mun stórbatna, þegar þeir hætta að eyða milljörðum í að kaupa af okkur allskyns drasl, sem þeir geta vel verið án.


mbl.is Undirbúa frekari aðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Pútín vill svokallað kaldastrið aftur, eg er sammála honum. Rússar eiga enga samleið með svokölluðum vestrænu lýðræðis löndum.

Kveðja fra Houston

Jóhann Kristinsson, 4.9.2014 kl. 23:55

2 identicon

Leggurðu þá til að vesturveldin loki augunum meðan fasistarnir í Kreml innlima allan austurhluta Úkraínu inn í rússneska heimsveldið?

Það yrði þá eins og þegar Bretar og Frakkar sneru hinni kinninni að Hitler 1938 þegar nazistarnir innlimuðu Tékkland. Þessi brezka og franska meðvirkni og hugleysi hafa síðan verið álitin ein mestu svik 20. aldarinnar við vanmegna þjóð.

Ég vona, að Úkraína verði varin gegn ágangi rússnesku fasistanna með öllum ráðum og ég er sannfærður um að það verði gert.

Pétur D. (IP-tala skráð) 5.9.2014 kl. 00:02

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Hvar er ESB samstaðan?

Er ekki kominn tími til að evrópumenn sjái um sín evrópuvandamál.

En það er eins og fyrri daginn, evrópumenn eru úrkynja velferðarseggir og segja og gera ekki neitt.

Good bye Úkraína vona að þið hafið það sem bezt í Pútinríki.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 6.9.2014 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband