Jökulsá sem kemur af fjöllum.
9.9.2014 | 13:35
Það er svosem þekkt að ár taki upp á því að breyta farvegi sínum, en þetta er svolítið skodnið að heilt fljót sé á flótta undan eldi og eimyrju. Það má eiginlega segja að þessi á komi af fjöllum og skilji hvorki upp né niður í öllum þessum látum.
Ég var hins vegar að láta mig dreyma um að náttúran byggði þarna geysilega fagurt uppistöðulón, sem yrði síðar að ferðamannaparadís. Og hver veit það er ekki öll nótt úti enn og spurning hversu lengi heilt fljót getur verið á flótta.
Hafa ítrekað orðið að rýma svæðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.