Færsluflokkur: Ljóð

Eldflóðið - eitt örlítið ljóð

Ef andinn kemur ekki yfir mann á svona dögum þá held ég hann mæti aldrei til leiks. Hér er örstutt ljóð. Minnt skal á hið gamla orð elfur = á.  Samanber orðið hraunelfur.

 

Glóandi elfurin ofan hlíð
er nema von þar muni
ferðalangarnir líta um hríð
hvar leika sér frost og funi
Austasti fossinn ágætt ber
örnefnið Heljarhruni

Æðir um hálsinn eðjan rauð
á sér þar framrás nýja.
Ekki er jörðin alveg dauð
úr iðrunum kemur spýja.
Straumurinn kvíslast kveður hátt
krummi úr hamraþili.
Vellur fram foss í vesturátt
í víðfrægu Hvannárgili


mbl.is Nýr hraunfoss í Hrunagili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband