Nei þetta er ekki ebóla - að vísu alveg eins einkenni en samt

 Ég á oft í óttalegu basli með að átta mig á hvernig sumir snillingar hugsa. Stundum er eins og þeir bara taki sína eigin ákvörðun og hangi á henni hvað sem tautar og raular.
Hér er semsagt greint frá veikum manni í New York. Einkennin eru nauðalík ebólu og hann ferðaðist nýlega til lands í Vestur-Afríku.
Samt segja læknar ósennilegt að hann sé smitaður af ebólu.

Ætli þetta heiti ekki að lifa í heimi óskhyggju.
Það væri þá mjög fróðlegt að spyrja þá hvaða önnur veikindi sýna þessi sömu einkenni og hvað er þá að manninum. 

 

Hér vitna ég beint í blaðafrétt
Grun­ur lék á því að maður sem lagður var inn á sjúkra­hús í New York í gær væri smitaður af ebóla-veirunni.  Að sögn lækna er þó talið ólík­legt að hann sé smitaður, þó hann hafi vissu­lega þjáðst af ein­kenn­um sem svip­ar til smits, auk þess sem hann ferðaðist ný­lega til lands í Vest­ur-Afr­íku. 


mbl.is Grunur um ebólusmit í New York
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Why did the U.S. Government patent the Ebola virus in 2009?

 http://www.intellihub.com/u-s-government-patent-ebola-virus-2009/

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 5.8.2014 kl. 09:58

2 identicon

Hár hiti og niðurgangur eru einkenni sem geta átt við marga sjúkdóma aðra en ebola, jafnvel hjá fólki sem hefur ferðaðist ný­lega til lands í Vest­ur-Afr­íku. Hefði maðurinn ferðast til einhvers annars lands hefði þetta verið afgreitt sem ferðamannaskyta. 

Vagn (IP-tala skráð) 5.8.2014 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband