Erfitt að vera karlmaður í dag.

Beauty-and-the-Beast-beauty-and-the-beast-6524870-500-638

Þegar fram koma mál eins og þetta gagnvart Gunnari í Krossinum þá stendur maður ráðþrota. Allir sem að málinu koma þeir tapa, því allt í einu er öll þjóðin farin að dæma. Þeir sem lenda í svona málum að ósekju bíða þess raunverulega aldrei bætur, því alltaf eru einhverjir í þjóðfélaginu, sem álíta þá hina verstu þrjóta.

Þegar fullorðnir karlar líta til baka þá muna þeir flestir eftir því að hafa farið á fjörurnar við ungar stúlkur. Þetta hljómar hryllilega, þangað til fólk leiðir hugann að því að þá voru þeir líka ungir. Mér finnst oft að samfélgagið gleymi þessu. Ef einhver kona segði til dæmis frá því að undirritaður hefði reynt við 14 ára stúlku þá mundi ég sennilega aldrei ná að segja að þetta væri satt, en að vísu hefði ég þá verið á sama aldri og nú væri þessi unga stúlka á sjötugsaldri. 

Ég held ég hafi aldrei vitnað í biblíuna í mínu bloggi, en  best að bæta úr því.

Dæmið ekki til þess að þér verðið ekki sjálfir dæmdir.


mbl.is Gunnar stígur til hliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband