Veist þú af hverju hundar hata bréfbera
16.5.2011 | 23:16
Hundar eru merkilegt fyrirbæri. Minn var ótrúlega fljótur að átta sig á því að bréfberinn var rauðklæddur. Síðan lætur hann ófriðlega, ef hann sér rauðklætt fólk nálgast húsið. Svo eru hundar svo þefnæmir að þeir mundu gelta á bréfberann þótt það væri bundið fyrir augun á þeim.
En það þykir sannað hvað gerir hundana svona æsta. Venjulegur gestur kemur að húsinu, hringir og honum er vel tekið af húsráðendum. Bréfberinn gengur að húsinu, fiktar í bréfalúgunni og fer svo án þess að nokkur komi til dyra og fagni honum. Þetta tekur hundurinn þannig að bréfberinn sé óvelkominn og ætlar svo sannarlega að hjálpa eiganda sínum að fæla hann burtu. Það er því hægara sagt en gert að kenna hundum að bréfberinn sé hið besta skinn og sé að vinna mikilvægt starf.
Ég verð að viðurkenna að ég hef mikla samúð með bréfberum, enda hefur hundum fjölgað gífurlega á undanförnum árum.
Hundur beit bréfbera | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.