Af hverju getur kanill verið hættulegur?
22.4.2013 | 13:44
Allt er best í hófi segir máltækið. Þeir eru þó til sem trúa því að kanill sé mikið undrameðal og geti jafnvel læknað mann af sykursýki 2. Ef ég segði ykkur að kanill gæti tuttugufaldað einhverja líkamsstarfsemi mundi ykkur þá lítast á blikuna.
Þannig er þetta nefnilega með kanil. Engan skyldi því undra að það geti verið hættulegt að gleypa fulla matskeið af þessu efni. Glúkósi (blóðsykur) er bráðnauðsynlegur öllum frumum. Hann á að síast inn í frumurnar í mestu rólegheitum, en það er einmitt glúkósinn sem kanillinn hefur svona mikil áhrif á. Já, kanill getur aukið efnaskiptin hjá glúkósa tuttugufalt. Engin furða að hann geti breytt einhverju varðandi sykursýki 2, en í því tilfelli hafa frumurnar ekki fengið nægan glúkósa.
Þeir sem halda því fram að kanill geti dregið úr magni blóðsykurs hafa því ekki rétt fyrir sér heldur verður upptaka frumanna svo hröð að minna verður eftir af blóðsykri í æðakerfinu. -
Þetta er ekki svalt, þetta er hættulegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.