Ófært að kalla leiðina Þröskulda!

Mikið hlökkuðu menn til, þegar þeir þurftu ekki lengur að aka þennan leiðindaveg um Tröllatunguheiði. Nýr vegur kom um Arnkötludal og menn reiknuðu með að hann yrði alltaf fær. Þetta er reyndar frábær, beinn og breiður vegur og fyrst eftir að hann var tekinn í notkun þá heyrði ég aldrei minnst á ófærð.

Það eru duttlungar örlaganna að eftir að heimamenn kröfðust þess að vegurinn yrði kenndur við þröskulda þá mynduðu veðurguðirnir hina og þessa þröskulda allt fram á vor. Væri nú ekki bara rétt að tala um veginn um Arnkötludal aftur og sjá hvað veðurguðirnir gera í málinu.

http://esv.blog.is/img/tncache/300x300/da/esv/img/233062229.jpg
mbl.is Ófærar heiðar á Vestfjörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Akkurat! "The spiritual power of the spoken word"

Andleg orka hins mælta máls. Þröskuldur :(

Frábær hugmynd ;)

anna (IP-tala skráð) 7.5.2013 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband