Gefum Kínverjum Ísland!
8.8.2013 | 06:36
Seint mun ég þreytast á að benda fólki á einhvern gáfaðasta mann Íslandssögunnar. Sá hét Einar og var kallaður Þveræringur.
Fyrir mörgum öldum síðan þá fór Noregskonungur fram á að fá Grímsey til eignar. Þetta fannst flestum Íslendingum lítið mál, því kóngsi hafði reynst okkur vel, en þá segir Einar: Ef Noregskonungur er með her í Grímsey, er þá nokkuð langt í land til að skikka okkur til, ef við sýnum ekki nægilega hlýðni. Það var eins og hinir vöknuðu af vondum draumi og ekki fékk kóngur Grímsey. - Það var því neyðarlegt, þegar Nupo vildi jörð og hún væri líka kennd við Grím.
Kínverjar geta alveg gleypt okkur í einum munnbita án þess að fá illt í magann, en ætli okkur gæti ekki orðið bumbult. - Spyr sá sem ekki veit.
Kínverjar vilja kaupa Íslandsbanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fyrir fróðleiksfúsa vil ég benda á þessa slóð
http://www.akureyri.is/grimsey/umgrimsey/Sagan
ÞJÓÐARSÁLIN, 8.8.2013 kl. 06:43
Ekki spurning.
A.m.k. hefur það verið blautur draumur Ólafs Ragnars Grímssonar í lengri tíma að Ísland gangi sem fyrst í Kína, taki upp Yuaninn og leyfi þessari frændþjóð okkar að kynbæta hér þennan úrkynjaða íslenska kynstofn sem fyrst.
Til hamingi Ólafur og aðrir ESB anstæðingar. Gömlu kommarnir sigruðu þá eftir allt!! :)
Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 8.8.2013 kl. 09:12
Sæll.
Voðalega eru allir málefnalegir hér. Er ekki betra að selja þessum aðilum bankann en vinavæða hann og opna fyrir spillingunni sem tíðkast hérlendis? Kannski yrði loksins samkeppni á bankamarkaði? Það væri sennilega eitur í ykkar beinum, eða hvað?
Svo er líka orðið löngu tímabært að losna við þessar slitastjórnir.
Helgi (IP-tala skráð) 8.8.2013 kl. 11:15
Helgi.
Tvennt í þessu, annað hvort eru þetta kommapeningar aflaðir með blóði, svita og tárum þræla og ýmsum mannréttindabrotum, eða þá er þetta einn af okkar ástsælum útrásarvíkinum að koma þýfinu aftur til landsins með krókaleiðum (og afslætti).
Veit ekki hvort er verra. A.m.k. er ekki allt gull sem glóir.
Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 8.8.2013 kl. 11:27
Held að þetta sé eðlilegt framhald
Ef þið eruð ósátt við það, þá er alltaf hægt að skipta um banka
Valur (IP-tala skráð) 8.8.2013 kl. 12:22
Alltaf er til fólk, sem sér ekki allt sem hangir á spýtunni og aðrir sem alltaf mála skrattann á vegginn. Það er þessi meðalvegur, sem er vandrataður - ekki síst fyrir smáþjóð.
ÞJÓÐARSÁLIN, 8.8.2013 kl. 12:41
Það hefur nú ekki verið nein umfjöllun hjá ríkisfjölmiðlinum um það, hver á Ísland. Það er því ósvöruð spurning, hver gefur einhverjum Ísland.
Okkur er sagt að ríkisfjölmiðillinn segi okkur fréttirnar, en því miður er raunin allt önnur, og hefur verið lengi.
Ríkisfjölmiðillinn gengur undir spillingar-píramídanum, og virðist vera gjörsamlega valdalaus fanga-fjölmiðill spillingar-stjórnsýslunnar. Því miður.
Hættum þessum blekkingar-leik, afneitunum og meðvirkni með glæpabönkum/lífeyrisræningjum/dómskerfis-spillingu.
Við erum komin út í horn með okkar stjórnsýslu-spillingu fyrir löngu. Eða hvað?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.8.2013 kl. 16:51
Ég held að fólk ætti að hafa augun MJÖG OPIN gagnvart eignarhaldi Kinverja á íslenskum banka og þá staðreynd að Hanna Birna hafi numið reglugerð Ögmundar úr gildi hvað varðaði takmarkanir á kaupum útlendinga á fasteignum.
Ástæðan er sú að auðveldasta leiðin fyrir bankann til að eignast jarðir og eignir er að dæla lánsfé til kaupa eigna og hvetja þannig til eignabólu, sem myndi að lokum springa. Bankinn myndi þá loks stíga inn og hirða ýmsar eignir til sín og endurdreifa þeim til heppilegra aðila.
Ég er ekki að saka Kínverja um eitt né neitt en við megum ekki sofa aftur á verðinum, við höfum einfaldlega ekki efni á því.
Við höfum reynslu af svipuðu mjög nýlega, sjálft hrunið og sú barátta sem margir hverjir standa í enn daginn í dag við fjármálakerfið og þá þúsundir aðila sem hafa misst eignir sínar, hvort sem það eru fasteignir eða fyrirtæki.
Vörum okkur því, góða fólk, því sala auðlinda eftir hreinsun fjármálakerfis er dæmigert ferli sem hefur gerst ansi oft í mannkynssögunni.
Flowell (IP-tala skráð) 8.8.2013 kl. 19:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.