Banna býflugnarækt hérlendis!

by

Er virkilega ekki nóg af skorkvikindum hérlendis þótt menn séu ekki að flytja þau inn í massavís. Hver nýneminn eftir annan gerir manni lífið leitt og birki og víðir er ekki svipur hjá sjón.

Ég veit að vísu að menn ætla sér að fá hunang frá býflugunum, en ég held að Íslendingar hafi fæðst með fóbíu fyrir þessum röndóttu flugum. Frá því ég var krakki hef ég verið sjúklega hræddur við það sem ég kallaði randaflugur, en heita víst hunangsflugur. Ekki bætti það þegar geitungar bættust í hópinn.

Það hefur verið huggun harmi gegn að menn hafa reynt að útrýma þeim búum sem fundist hafa í húsagörðum og húsum, en nú búa sumir við að  nágranninn á  þúsundir flugna, sem hann fagnar og telur það ganga næst mannsmorði, ef maður stuggar við svosem einni sem er á eilífu flugi yfir garðinn hjá manni sjálfum.

P.s. hér er mynd af nýjum landnema, sem hefur eyðilagt hjá mér reklavíðinn. Þetta er lirfa asparglyttu.

DSCF8592

 


mbl.is Býflugurnar sluppu út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar flutt er inn býflugur eins og þessar með sitt eigið bú þá eru þær hafðar á ákveðnum stað þar sem er safnað hunangi þeirra.

Íslendingar fæðast ekki með fóbíu þótt þú sért með hana, flestir sem hafa þessa "fóbíu" er gegn geitungum.

Kanski þú metur býfluguna aðeins betur eftir að hafa horft á þetta myndband heldur en eithvað fljúgandi, röndótt skordýr sem gerir ekkert annað en að fara í taugarnar á þér og búa til örlítið hunang.

youtube.com /watch?v=F_0SyWHsYSk

Maxi (IP-tala skráð) 21.8.2013 kl. 14:53

2 Smámynd: ÞJÓÐARSÁLIN

Vissulega eru búin á ákveðnum stað eins og líka bú geitunga og hunangsflugna. Þetta vita allir. En ekki reyna að segja mér að þær fljúgi ekki út og suður.

ÞJÓÐARSÁLIN, 21.8.2013 kl. 16:53

3 identicon

Það verður að hafa þessi kvikindi í ól.

Sigurpáll (IP-tala skráð) 21.8.2013 kl. 17:41

4 identicon

Kræst hvað þú ert vitlaus " Þjóðarsál " !!!

Talið er að vistkerfið lifi í ca 6. ár ef býflugur deyja út!

Hvað er að gerast í US? Tugur ef ekki hundruð milljóna Býflugna hefur dáið á undanförnum mánuðum. Ekki liggur enn fyrir nákvæmlega útafhverju þær eru að deyja en líkleg skýring er að skordýraeitur frá Monsanto djöflinum sé um að kenna...

Hefur þú einhverntímann hugsað hvað það er sem býflugur gera?? Eða skordýr almennt?

Djöfull ömurlegt að lesa svona heimskulegt blogg eins og þitt... Gjörsamlega eyðilagðir kvöldið hjá mér.. .

Fólk er heimskt.. Farðu nú og taktu hausinn útúr rassgatinu á þér og farðu að lesa það sem er að gerast í heiminum í dag!!

Hvað vistkerfið okkar + global warming er að gera.. Veðráttan - flóð - ofur hitamet og margt fleira..

Fucking wake UP!

Þröstur (IP-tala skráð) 21.8.2013 kl. 20:49

5 Smámynd: Hörður Einarsson

Banna, Banna, Banna, Banna, Banna, Banna. Hvernig er með landann, á að Banna allt, það er alveg sama hvað er, Bannað að virkja árnar , Bannað að virkja gufu, Bannað að veiða hvali, Bannað að vera til.. Hvað næst.

Hörður Einarsson, 21.8.2013 kl. 20:54

6 identicon

Þröstur - Eftir orðbragðinu að dæma, þá hefur þú ekki fengi neitt uppeldi! Nema þá kannski á vandræðaheimili!

Og svo af orðalaginu aðö dæma, þá telur þú örugglega að "global warming" sé 100 % manninum að kenna.

Vaknaðu sjálfur og hættu þessu orðbragði.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 21.8.2013 kl. 22:05

7 Smámynd: ÞJÓÐARSÁLIN

Æ, vakti ég einhvern sem er vanur að skrifa athugasemd á DV.

ÞJÓÐARSÁLIN, 21.8.2013 kl. 22:16

8 identicon

Æj.. Átti aldrei senda þetta..

Fékk bara algjört nóg!

Jamm.. Var á vandræðaheimili.. Og fékk slæmt uppeldi..

Global Warming er ekki 100% manninum að kenna!

Þjóðarsál biðst afsökunar á þessu.. Endilega eyddu þessu bara út.

Hættur við að vakna.. Farinn aftur að sofa.

Hættur þessu orðbragði.

Heimurinn er að fara til fjandans og við með..

Stærsta kjarnorkuslysið í uppsiglingu í Fukushima þegar þeir færa fuel roddana.. Þá þurfum við ekki að hafa áhyggjur af býflugum..

Þröstur (IP-tala skráð) 21.8.2013 kl. 22:29

9 Smámynd: ÞJÓÐARSÁLIN

Sæll Þröstur.

Það fýkur í okkur öll við og við og ég dáist að þér að skella inn þessari seinni færslu.

Takk fyrir það og gangi þér vel!

ÞJÓÐARSÁLIN, 21.8.2013 kl. 22:42

10 identicon

Ha ha ha.. Þröstur ég held að þú ættir að láta loka internetinu heima hjá þér ef þú tekur svona blogg mikið inn á þjóðarsálina. Mig grunar að það eigi ekki að taka skrif hér of hátíðlega.

Sigurpáll (IP-tala skráð) 22.8.2013 kl. 16:38

11 Smámynd: ÞJÓÐARSÁLIN

Þú hefur greinilega litið hér inn oftar Sigurpáll og hefur svo sannarlega rétt fyrir þér.

Takk fyrir skemmtilega athugasemd

ÞJÓÐARSÁLIN, 22.8.2013 kl. 17:14

12 identicon

Býflugur eru bölvuð óféti. Ég var stunginn af slíkum í ár ekki einu sinni heldur tvisvar... og í seinna skiptið um hávetur þegar þær þykjast vera í dvala!

Bragi (IP-tala skráð) 22.8.2013 kl. 19:16

13 identicon

Heyrðu, sjitt, var bara að sjá myndina núna með greininni þinni. Ég er greinilega ekki sá eini í Suður-Afríku sem er stunginn aðeins of oft af býflugum. Mínar held ég samt ekki að séu jafn hættulegar og býflugurnar í Port Elizabeth. Eða ég ætla að ímynda mér það.

Bragi (IP-tala skráð) 22.8.2013 kl. 19:37

14 identicon

Ég rakst hér inn af tilviljun og hafði ánægju af að lesa það sem þú skrifar.... en mér brá hvað allir vilja eitthvað laga heimsku þína eða strika yfir orðin þín með svo afskaplega miklu meira gáfnafari og sannri skoðun....

Annars er voðalega gott að til sé nóg af Þröstum og öðrum góðum fuglum fyrir okkur hin, til að sýna okkur hið eina rétta í öllum málefnum...

Elín (IP-tala skráð) 24.8.2013 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband