Fleiri og fleiri lesa ekki neitt
8.11.2013 | 10:28
Ég er steinhættur að skilja þessar kannanir varðandi lestur. Samkvæmt þeim er hreinlega erfitt að finna unga stráka sem lesa sér nokkuð til skemmtunar. Þeir pína sig til að lesa námsbækurnar og svo hljóta þeir nú að lesa skilaboð í símunum. Stelpurnar lesa aðeins meira sér til gamans.
Annars var það að koma í ljós að ungir foreldrar virðast kíkja á símann sinn á sex mínútna fresti að jafnaði og miklu sjaldnar á börnin sín. Börnunum er sagt að bíða, en síminn fær aldrei svoleiðis meðferð. Það er því lítill tími fyrir ungt fólk að lesa heilu rafbækurnar og vel skiljanlegt að útgáfan hérlendis fari hægt af stað. Svo getur nú líka vafist fyrir mörgum að pakka inn rafbókinni.
Annars er ég einn af þeim eldri, sem dýrka Kindle og á þar allar bækur Agötu Christie á ensku og ótrúlega margar bækur hennar á spænsku. Þetta tæki er algjör dýrgripur og fer með mér í öll ferðalög, en engin venjuleg bók.
Vonandi átta yfirvöld menntamála sig í tíma og ráðast í stórfellt átak til að hjálpa öllum þeim fjölda unglinga, sem í dag er illa læs eða nánast ólæs.
Fáar nýjar rafbækur um jólin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góðan dag!
Upphafleg frétt sem greindi frá því að
ungmenni hlustuðu ekki á útvarp og ekki
á sjónvarp frekar var beinlínis röng
því síðar kom fram í sömu frétt að þau
notuðust við nýjustu tækni um að
njóta fjölmiðla á þeim tíma sem hentaði
þeim sjálfum.
Gögl allnokkur stika nú um völlu þar sem við
upphaf sitt gat tæpast fjöður að líta.
Húsari. (IP-tala skráð) 8.11.2013 kl. 13:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.