En blóðbankinn sendir mig til baka!
14.11.2013 | 18:05
Alveg get ég skilið að Blóðbankinn sendi til baka fólk, sem er á ákveðnum lyfjum og þá sem hafa nýlega verið veikir. Hins vegar er verulega sárt að vera sendur til baka eingöngu vegna þess að neðri mörk blóðþrýstings fara rétt yfir 90. Það þýðir lítið fyrir bankann að kvarta, þegar reglurnar eru svona hrikalega strangar.
Ég hafði gefið blóð rúmlega 50 sinnum og fæ alls ekki skilið hvað er eiginlega að því að ég gefi blóð áfram þótt þrýstingur sé kannski 95:160.
Hér áður fyrr þótti þetta allt í lagi og engum varð meint af. Það er hreinlega ekki nokkur minnsta hætta á því að blóðið úr mér spýtist út um allt. Miklu frekar mundi blóðgjöf gera mér gott. Það væri hollt og gott fyrir bankann að endurskoða þessar reglur og hann mundi þá endurheimta margan góðan gjafara.
Ég hafði gefið blóð rúmlega 50 sinnum og fæ alls ekki skilið hvað er eiginlega að því að ég gefi blóð áfram þótt þrýstingur sé kannski 95:160.
Hér áður fyrr þótti þetta allt í lagi og engum varð meint af. Það er hreinlega ekki nokkur minnsta hætta á því að blóðið úr mér spýtist út um allt. Miklu frekar mundi blóðgjöf gera mér gott. Það væri hollt og gott fyrir bankann að endurskoða þessar reglur og hann mundi þá endurheimta margan góðan gjafara.
Fækkun blóðgjafa áhyggjuefni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.