Minn eiginn Hemmi Gunn!

Kannski eru fáir mér sammála, en ég hefði gjarnan viljað að bókin væri um þann Hemma Gunn, sem þjóðin þekkti. Hemmi var í raun listamaður. Það eru örlög flestra listamanna að þegar þeir eru komnir af sviðinu þá ætlar einmanaleikinn þá lifandi að drepa og margir reyna að deyfa sársaukann með víni eða öðrum vímugjöfum.

Við sem njótum þess að sjá listamenn á sviðinu við yljum okkur við þær minningar, en viljum ekkert endilega vita hvort listamaðurinn dettur í það um leið og tjaldið fellur.

Þótt mörgum finnist þetta það eina rétta þá minni ég á að oft má satt kyrrt liggja. 


mbl.is Tindrandi útgáfuboð Hemma Gunn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hermann Gunnarsson ætlaði að undirrita ævisögu sína á fyrsta söludegi, en forfallaðist vegna óviðráðanlegrar fjarvistar.

Hvað finnst fólki um að ævisaga Hemma Gunn, sé orðin að ævisögu eftirlifandi ættingja, og verði jafnvel undirrituð af ættingjum, sem höfðu ekki einu sinni komið á heimili hans, fyrr en óviðráðanlegar ástæður tóku hann burt?

Blessuð sé hin eina og sanna minningarævisaga Hemma Gunn. Ævisaga Hemma Gunn verður ávalt og sannarlega einungis ævisaga hans sjálfs, og aldrei áfalla-ævisaga eftirlifandi ættingja.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.11.2013 kl. 18:22

2 identicon

Hermann átti góð börn. Þjóðin ætti að geta sætt sig við það.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.11.2013 kl. 21:42

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Elín. Almættið algóða hjálpi og leiðbeini börnum Hermanns Gunnarssonar.

Sem honum þótti líklega svo mikið vænt um, að hann taldi sig ekki vera nógu góðan fyrir þau, eins og hann var af guði gerður, með öllum sínum bönnuðu, en löglegu breyskleika-vandamálum.

Allir mannlegir eru breyskir, og hafa lögum samkvæmt leyfi til að vera breyskir.

Hann reyndi víst eftir bestu getu á síðustu árunum að nálgast börnin, en ekkert var nóg. Það er umhugsunarvert fyrir sálfræðinga "alkahólistanna" svo kölluðu, og ekki síður umhugsunarvert fyrir kerfis-sálfræði-sviknu börnin þeirra.

Ég minni á að alkahól er lögleg söluvara á Íslandi.

Hemmi braut ekki lög Íslenska löggjafans með drykkju á áfengi. Vandinn var ekki fólginn í að Hemmi bryti landslög! Fordómar stjórnsýslu-mótaðs samfélagsins eru hins vegar dauðans fordóma-víti.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.11.2013 kl. 22:35

4 Smámynd: ÞJÓÐARSÁLIN

Mér finnst þú komast einstaklega vel að orði Anna Sigríður þar sem þú talar um Ævisögu eftirlifandi ættingja.

ÞJÓÐARSÁLIN, 16.11.2013 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband