Beittir hnífar og uppþvottavélin
8.12.2013 | 10:22
Ég vil byrja á því að setja fram þá einlægu ósk að stúlkunni, sem hér er sagt frá batni hratt og vel. Nú er einmitt þetta tímabil, þegar fólk prílar upp á borð og stóla til að gera hreint og skreyta svo allt getur gerst.
Ég hef lengi hatast við það hér heima, þegar oddhvassir hnífar eru settir í hólfið í uppþvottavélinni og oddurinn snýr upp. Ekki veit ég hversu oft ég hef tekið hnífa þaðan og sett þá hættulegustu flata í efri grindina. Ekki get ég sagt að menn hafi alveg skilið þessa hræðslu og talað um hnífafóbíu. En engu að síður finnst mér þetta stórhættulegt t.d. ef lítil börn koma að vélinni hálfopinni og fara að fikta þar sem beittir hnífar blasa við. Ég held að langflestir setji beittu hnífana þarna líka, en vissulega er hægt að breyta því.
Stúlka féll á eldhúshníf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Skaft á alltaf að snúa upp og blað niður í körfum uppþvottavéla. Þetta virðist vera seríslensk sérviska að snúa öfugt göflum og hnífum í viðkomandi körfu. Vona innilega að hún nái bata fljót.
Fridrik (IP-tala skráð) 8.12.2013 kl. 11:32
Það er líka hægt að sleppa uppþvottavélinni. Það er eins og margir geti ekki lifað án slíkra véla, meira að segja þeir sem búa einir geta ekki hugsað sér að búa án þeirra, allavega hef ég komist í gegnum lífið án uppþvottavéla.Vona að stelpunni batni fljótt.
Ármann Birgisson (IP-tala skráð) 8.12.2013 kl. 12:33
Algjörlega sammálal, á þessu heimili eru stóru hnífarnir settir flatir á grindina hinir með oddinn niður í hnífaparastatífi, tek undir góðar óskir til telpunnar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.12.2013 kl. 12:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.