Atvinnuleysi á upptök sín í grunnskólanum.

Ég hef í þrjósku minni sett mér það takmark að menn einhendi sér í það að bjarga náminu í efstu bekkjum grunnskóla. Það þarf engan snilling til að sjá að ólæs krakki megnar ekki að gera neitt af viti í framhaldsskóla. Ungur maður eða ung kona, sem hefur flosnað upp í framhaldsskólanum og getur ekki sýnt neitt prófskírteini, þau hafa ekki um auðugan garð að gresja á vinnumarkaði.

Svo dynja uppsagnir á fólki, sem hefur til dæmis unnið í fiski. Fæst af því fólki er langskólagengið og atvinnuleitin verður í takt við það. Því segi ég enn og aftur:
 Atvinnuleysi á upptök sín í grunnskólanum.


mbl.is 92 sagt upp í hópuppsögnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þessi alhæfing er röng hjá þér.

ég mætti ekki í samræmd próf nema til að skrifa nafn mitt á blaðið.

ég er bara í nokk góðum málum atvinnulega séð og það þarf ekki að fara í skóla til að verða eitthvað.

við erum þegar eitthvað þegar við dröhum andann og það er nóg.

það er ekki góð menntun hérna heldur og kerfið er úrelt.

allir þeir hæfileikar sem ég er gæddur nýtast mér án þess að þurfa eyða tima í 3-7 ára nám sem bætir mig ekki neitt.

nám er gjörsamlega ofmetið en virkni til athafna og lífsleinkni er algerlega vanmetið fyrirbæri hér á fróni.

Svavar (IP-tala skráð) 9.12.2013 kl. 18:42

2 Smámynd: ÞJÓÐARSÁLIN

Ætli þú sért ekki gamall nemandi minn! Ég þekkti eitt sinn góðan dreng með þínu nafni og hann lét nafnið sitt duga. En ef svo er þá er margt gjörbreytt síðan þá. Fyrir 10 árum var hreint ekki svo flókið að fá vinnu.

ÞJÓÐARSÁLIN, 9.12.2013 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband